Að læra meira og meira ---

21 ágú 2013 11:09 - 21 ágú 2013 11:15 #1 by Sævar H.
Áhugavert hjá SAS og mjög athugandi.
Þó ég taki þátt , mun ég forðast ofurátök og langtímadvöl í sjó - þannig að ég liggji ekki dauður eftir :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2013 10:46 #2 by SAS
Gísli! Ætla að leyfa mér að skjóta á að í einum 10 félagsróðrum síiðan í maí hafi verið sérstaklega boðið upp á formlegar björgunaræfingar í lok róðurs.

Klúbburinn erum við öll, stjórnin þarf varla að boða sértaklega til björgunaræfinga.
Legg til að við tökum stuttan félagsróður á morgun, endum á formlegum félagsbjörgunum. Tilvalið að endurtaka t.d. "þrautakonginn" þar sem hópnum er skipt upp í 3-5 manna hópa, einn er valinn fremstur í hverjum hóp, hinir elta og endurtaka þær æfingar sem sá fremsti framkvæmir.

Á morgun er væntanlega síðasti fimmtudagsróðurinn, þar sem venjan er að þeir flytjist yfir á laugardagsmorgna eftir maraþon (hálf maraþon). sem verður haldið n.k. laugardag.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2013 10:06 - 21 ágú 2013 10:35 #3 by Gíslihf
Gott að fá svo mikil viðbrögð, oftast svarar enginn þótt maður seti athugasemdir á Korkinn og góðir punktar hjá Svenna en þar verð ég þó að andmæla einum punkti:
Það kann að vera ofmælt hjá mér að kalla það stefnu klúbbsins en í kaflanum Öryggisstefna félagsróðra uppfærður 4.4.2013, stendur:

Klúbburinn boðar að haldin verði ein formleg björgunar­æfing á hvorri önn, með tilkynningu á vefnum og kynningu. Þessum æfingum verður sérstaklega beint að nýliðum sem ekki hafa æft sjóbjörgun og þeir hvattir til að prófa, í því skyni að verða betur í stakk búnir að stunda félagsróðrana.

Stjórnin ætti því að boða til "formlegrar björgunaræfingar" hið fyrsta - enda er sjór nú hlýr næsta mánuð.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2013 09:15 - 21 ágú 2013 09:18 #4 by Hilmar
Mér skilst að á Hausthittingi í Reykjanesi þann 05.-08.sept, verði jafnvel boðið upp á námskeiði í sjálfsbjörgun/björgun.(án kostnaðar) ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2013 09:05 - 21 ágú 2013 09:42 #5 by SAS
Sælir

Ekki kannast ég við að það sé formleg stefna klúbbsins að vera með tvær formlegar björgunaræfingar á ári. Það er hins vegar mælst til að þeir sem mæti í skipulagðar ferðir á vegum Kayakklúbbsins hafi tekið að amk eina björgunaræfingu á árinu, getið lesið meira um það í Öryggiststefnu klúbbferða-sjókayak, sem er aðgengileg hér á vefnum.

Félagsróðrar er æfingarvöllur félagabjargana, en björgunaræfingar hafa verið í boði í flest öllum félagsróðrum síðan í vor og hvet ykkur til að mæta.
En það er nú einhvern vegin þannig að það er alltaf sömu ræðararnir sem sulla.

Félagabjörgun hefur þróast nokkuð síðan ég byrjaði að stunda sportið, sú aðferð sem nú er kennd er töluvert orkuminni fyrir þann sem er bjargað og öruggari í sjógangi.

Bátastjórnun í vindi er eitthvað sem þarf að æfa og það er eitthvað sem allir ættu að læra. Og slíkt er hægt að læra t.d. í félagsróðrum, þegar einhver smá vindur er í boði eða á námskeiðum eins og áratækni framhald.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2013 02:23 #6 by gudmundurs
Ég hef verið að róa frá 2005 en tók 2-3 ára hlé núna þar til á þessu ári. Þá ákvað ég að byrja bara á byrjuninni og er núna búinn að fara á 2 námsskeið hjá Magga. Þá komst ég að því að ég vissi lítið sem ekkert, kunni ekki félagabjörgun, kunni ekki almennilega á áraflotið og róðratæknin var í rugli. Mér finnst miklu muna og líður eins og að ég sé mikið öruggari. Ég held bara að manni veiti ekki af því á nokkurra ára fresti að ferska upp tæknina og læra það sem er nýjast í bransanum. Sérstaklega það sem viðkemur þvi að geta bjargað félögunum og sjálfums sér !

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2013 23:27 #7 by Sævar H.
Ég tek undir þetta með æfingu í félagabjörgun.
Eftir þessi 12 ár sem ég hef verið í þessu kayaksporti hefur aðeins einu sinni komið uppá þörf fyrir félagabjörgun og það var núna á laugardaginn.
Ekki komst ég í tæri við þá athöfn.
Og ég skildi toglínuna eftir í bílnum í Hvalfirði-það var mjög misráðið.
Í upphafi róðra minna fyrir 12 árum , voru teknar nokkrar æfingar á sjó-síðan nokkru sinnum í sundlaugum.
Ég hef frétt að mín gamla aðferð sé alls ekki notuð lengur og þá væntanlega óbjörgunarhæf.
Eins þarf ég að æfa nýju aðferðina við sjálfbjörgun með árafloti.
Ég var á sjó í dag (fiskiróðri) og hitastig sjávar var 11.5 °C .
Sem sé nokkuð notalegt til kayakæfinga.
Ég er greinilega að verða eins og óskoðaður bíll í umferðinni -hvað kayakmálin snertir :(
Mæli með að efnt verði til fjöldaæfinga sem fyrst. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2013 22:42 - 20 ágú 2013 22:45 #8 by Gíslihf
"Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær ... "
Eftir ferðina í Þyrilsey s.l. laugardag var Lilju minni ofarlega í huga að gott væri að auka færnina við róður.
Við fórum svo út að Fjósaklettum í gær, mánudag og vorum einnig upp við sandfjörur þar sem ég gat vaðið út og verið við hlið bátsins.

Við fórum yfir það sem læra þarf næst á eftir beinum framróðri, svo sem:
  1. lágstuðningur (low brace)
  2. árastýring við skut (stern rudder)
  3. að halla bát út úr beygju (edging out of turn)
  4. hálfhringsáratak (sweep stroke)

Sumir lýsa svona námi með orðunum "baby steps".

Það var mér og vísast öðrum einnig ljóst eftir ferðina s.l. laugardag að gott væri að kunna meira fyrir sér, bæði til að ráða við bátinn í vindhviðum og til að vera öruggari um jafnvægið og vera þar með afslappaðri í bátnum.

Ég og vafalaust sumir aðrir erum fús til að leiðbeina félögum sem vilja bæta tiltekin atriði. Það þarf ekki alltaf að fara Viðeyjarhring í félagsróðri!

Svo er það stefna klúbbsins að vera með formlega æfingu í félagabjörgun tvisvar árlega, þannig að það hlýtur að fara að koma að því fljótlega.

Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum