Dráttur, tog, hal eða slef

22 ágú 2013 20:06 #1 by maggi
Dráttarlína skal vera 12 metrar það er heppilegasta lengdin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2013 16:32 #2 by gudmundurs
Þá spyr ég hina reynslumeiri: Hvað þarf dráttarlína að vera löng?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2013 14:13 #3 by palli
Jú, er það ekki eðlilegt. Sá sem dregur er oftar en ekki rúmlega meðalhraður ræðari. Og dregur ekki af sér á meðan á drætti stendur. Hópurinn ferðast á hraða hægasta ræðarans í hópnum. Þannig að dráttarparið fer að öllu jöfnu yfirleitt á rúmlega þeim hraða.

Annars hef ég notað orðið prammi um flekann um árabil - og sögnina að pramma. Þó líklega ekki fyrirmyndar hreintunga ... Drátt býð ég öllum sem mér sýnist þurfa - óhikað.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2013 14:04 #4 by SAS
Það er rétt, það er nokkuð algengt að við sjáum dráttar par fara fram úr hópnum. En ég held að það sé meira vegna kappsemi þess sem er fyrir framan
Það væri gaman að mæla þetta við tækifæri,

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2013 13:23 #5 by Sævar H.
Að mynda fleka er í raun að para báta saman

Þannig að fyrst má bjóða drátt og ef það gengur ekki á er alltaf hægt að fara lengra og bjóða pörun - svona til að hafa þetta allt saman öruggt.

En aðalatriðið er samt að tryggja öryggi -tveggja eða fleiri ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2013 13:09 #6 by Gíslihf
Viðkvæmur - já, já, en fyrst og fremst fyrir góðri notkun íslensks máls.

Það væri einnig gott á fá athugasemd, með eða móti, um hitt efnisatriðið, þ.e. um nýtingarhlutfall dráttaraflsins.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2013 11:54 #7 by bjarni1804
Er þetta ekki bara óþarfa viðkvæmni ? Að draga bíl eða kayak er dráttur, hvort sem sá aftari er karl eða kona. Hvað flekunarorðið varðar þá er það kynferðislegs eðlis ef einn einstaklingur flekar annan, en skv. mínum skilningi fleka þeir ekki hvorn annan. Það er því líka allt í lagi fyrir tvo eða enn fleiri að fleka sig saman án þess að það komi hópsexi nokkuð við. Gísli minn, ég hvet þig því til að bjóða, ja t.d. þurfandi dömu aðstoð, og leyfa henni að ráða hvort hún vill drátt eða flekun. Það þarf afar ríkt ýmindunarafl sem og einbeittan vilja til að gera eitthvað annað í Kokatat og kayak en að . . . róa.
The following user(s) said Thank You: SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2013 10:14 - 22 ágú 2013 10:18 #8 by Gíslihf
Mikið reyndi á notkun toglína í klubbferðinni í Þyrilsey á dögunum.

Eitt er áhugavert við tog, að afl aftari ræðarans nýtist betur þegar hann þarf ekki lengur að berjast við að halda réttri stefnu. Einn sterkur ræðari og einn aflminni fara því oft fram úr hópnum. Fróðlegt væri að rannsaka þetta nánar með tilraun, þar sem þrír svipaðir ræðarar kepptu, toglínuparið keppti við einn stakan. Síðan má skipta um hlutverk og vinna úr niðurstöðum með aðferðum rannsókna-tölfræði.

Orðin hafa stundum stöðvast í kverkummér þegar ég hef ætlað að bjóða konu drátt í róðri.
Eins og Ísl. samheitaorðabókin segir getur dráttur merkt amorsbrögð, ástfarir, eðlun, hvílubrögð, uppáferð og margt annað.
Sama bók segir einng að dráttur geti merkt tog, band, taum, drátt, hal, slef og fleira.
Ég er helst á því að tala um toglínu og bjóða eða veita tog og hafa einhvern í togi eða slefi.

Öllu ver líst mér á orðið flekun og að fleka sig saman en það var einnig notað í sömu ferð þegar hopurinn hætti að róa um hríð og sjólag gerði suma óvissa um jafnvægi sitt. Þá er gott ráð að tengja saman tvo eða fleir báta (e.: rafting) venulega með því að grípa í næsta bát eða halla sér á dekk félagans. Samheitaorðabók segir um sögnina að fleka: fífla, tæla, afvegaleiða, draga á tálar, fleka, táldraga; gabba, lokka, svíkja, véla og fleira áþekkt. Þetta er allt annað en tilgangur okkar sem er að styðja, hjálpa, uppörva eða fá stuðning.

Ég auglýsi eftir betra orði fyrir þetta en að fleka.
The following user(s) said Thank You: SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum