Félagaróður innan Félagsróðurs

23 ágú 2013 12:25 - 23 ágú 2013 19:29 #1 by Gíslihf
Ég sakna lykilsins eftir félagsróður í gær.
Ég notaði hann þegar við Jónas settum báta okkar í horngáminn.

Hann gæti hugsanlega legið þarna eða verið inni á snaga eða bekk, en ég kemst ekki inn.

Kv. Gísli H. F.

PS 23.8. - Lykillinn er kominn í leitirnar - hékk spakur á snaga í búningsklefanum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2013 09:59 #2 by Sævar H.
Það rættist úr hjá hópnum varðand björgunarsullið.
Kannski vanmetið hjá okkur Herði að lítið yrði um svoleiðis í félagsróðrinum
En það hefði svo sannalega munað um að fá Gísla H.F í hópinn okkar Harðar K.
Reynsluboltaaldurinn hefði við það eitt tekið stökk uppí 220 ár.
Það munar um minna ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2013 23:03 - 22 ágú 2013 23:04 #3 by Gíslihf
Við sem fórum fyrst frá landi sannspurðum að þeir Sævar og Hörður hefðu ekki lagt frá landi austan megin á eftir okkur og töldum víst að sameinginleg u.þ.b. 150 ára reynsla mundi duga þeim vel.

Okkar hópur velti sér ótæpileg í Veltuvík og iðkaði félagabjarganir úti í öldunni milli Geldinganess og Gunnuness. Síðan barst hópurinn undan vindi vestur með Geldinganesi. Þar þvældi Guðni Páll okkur inn í klettavík, vinsæla af fjörurra stjörnu kennurum, skreið upp á klettanesið og brýndi aðra ræðara að yfirgefa báta sína. Flestir gerðu það, drógu bátana upp á klettinn skjólmegin og fóru aftur á sjó kulmegin. Þetta gekk þokkalega vel, fyrir utan nokkrar rispur og hvítt gelkote á klettanibbum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2013 21:54 #4 by Sævar H.
Það var von til að í Félagsróðrinum myndi kannski verða áhersla á smá björgunarsull og minna róið.
En reyndin var samt að ákveðið var að taka verulegan róður sem þá þýddi minna björgunarsull.

Við Hörður K. tókum okkur því útúr Félagsróðrinum og fórum í Höfðavíkina sem er skammt vestan við eiðið og lögðum þar stund á félagabjörgunaræfingar og sjálfbjörgun með árafloti.
Það var hvass vindur um 14-18 m/sek af austri en nokkuð lygnt í Höfðavíkinni .
Æfingar gengu vel og er ég útskrifaður með fulla skoðun út árið í félagabjörgun og í sjálfbjörgun með árafloti :P

Að þessu loknu rérum við þvert yfir Eiðsvíkina og þar sem stórstreymt var og lágur loftþrýstingur gátum við róið yfir eiðið þarna næst Geldinganesinu og kenndi hvergi grunns- það var á kafi.
Nú var vindur kominn í 20 m/sek af austri þegar við rérum út á Leiruvoginn í átt að Korpúlfsstöðum.
Kröpp alda var með tilheyrandi
Þetta var gott til að hita upp eftir æfingarnar.
Tókum land um kl. 20:00 ,þá sást ekkert til Félagsræðaranna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum