Það var von til að í Félagsróðrinum myndi kannski verða áhersla á smá björgunarsull og minna róið.
En reyndin var samt að ákveðið var að taka verulegan róður sem þá þýddi minna björgunarsull.
Við Hörður K. tókum okkur því útúr Félagsróðrinum og fórum í Höfðavíkina sem er skammt vestan við eiðið og lögðum þar stund á félagabjörgunaræfingar og sjálfbjörgun með árafloti.
Það var hvass vindur um 14-18 m/sek af austri en nokkuð lygnt í Höfðavíkinni .
Æfingar gengu vel og er ég útskrifaður með fulla skoðun út árið í félagabjörgun og í sjálfbjörgun með árafloti
Að þessu loknu rérum við þvert yfir Eiðsvíkina og þar sem stórstreymt var og lágur loftþrýstingur gátum við róið yfir eiðið þarna næst Geldinganesinu og kenndi hvergi grunns- það var á kafi.
Nú var vindur kominn í 20 m/sek af austri þegar við rérum út á Leiruvoginn í átt að Korpúlfsstöðum.
Kröpp alda var með tilheyrandi
Þetta var gott til að hita upp eftir æfingarnar.
Tókum land um kl. 20:00 ,þá sást ekkert til Félagsræðaranna.