Að loknu maraþoni að hálfu.

24 ágú 2013 16:47 - 24 ágú 2013 16:48 #1 by Sævar H.
Spretturinn tekinn

Það var rigningarúði þegar við mættum út í Nauthólsvík til þátttöku í hálfmaraþoni Kayakklúbbsins.
Og hlaupamaraþonið var í fullum gangi á göngustígnum með fram sjónum.-allt að gerast.
11 kayakræðarar mættu til róðurs.

Róðrarleiðinni var skipt upp í tvo áfanga :
Nauthólsvík - Grótta 8,3 km leggur . Þar var síðan 5 mín skyldustopp áður en haldið var í síðari áfangann ,Grótta- Geldinganes ,13,8 km leggur.
Alls var maraþonið 22,1 km róður.

Einkar flott og vel gert kort af róðrarleiðinni var afhent keppendum .
Tveir gæslubátar fylgdu keppendum –annar frá Björgunarsveitinni Ársæl og Guðni Páll og Eva voru á góðum hraðbát.

Síðan var tímatökulið og einn var á útkíki, annarsvegar á Suðurnesi við Gróttu og síðan inni í Laugarnesi.

Nokkur mótvindur og kröpp alda var utarlega á Skerjafirði og fyrir Gróttu.
Á þeirri leið hætti einn keppandi vegna meiðsla í öxl.

Á síðari leggnum var náttúrufarið skaplegra .

Þrír fremstu höfðu verulegt forskot allan róðurinn , þeir Eymi, Sveinn og Ólafur E. ,hörku ræðarar.

Og síðan beið allra veglegt hlaðborð með grilluðum pylsum og öðru góðgæti,inni í Geldinganesi.

Að lokum voru sigurlaunin afhent eftir virðingarstigum hvers og eins í róðrinum.

Semsagt flott maraþon að hálfu ,hjá okkur kayakfólkinu.

Takk.

Fáeinar myndir:
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5915717471711402705
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum