Þetta er flott hjá þér ,Guðni Páll.
Almennt er það félagabjörgun og ekki síst sjálfsbjörgun sem er í fyrsta sæti.
Þó ég sjálfur hafi sloppið við hvorutveggja á öllum mínum róðrum - þá getur það eina skipti sem sem þörf er fyrir svoleiðis- verið það skipti sem sköpum skiptir - að kunna og geta..
En það er ekki nóg að kunna - svona i huganum- það er æfingin sem skapar þann meistara sem úrslitum ræður á ögurstund.
Sjálfur er ég búinn að vera þáttakandi í mörgum svona "part úr dags námskeiðum " sem er gott-en það er æfingin á eftir sem gerir útslagið með hæfnina á þeirri stundu sem skyndileg þörf myndast.
Það er nú lóðið.
Og þar flöskum við flest okkar.
Ég skrái mig á þetta námskeið þitt- alveg svellkaldur