Framfarir og nauðsynlegar æfingar-ÖRYGGISNÁMSKEIÐ!

01 sep 2013 16:18 #16 by Sævar H.
Þetta er flott hjá þér ,Guðni Páll.
Almennt er það félagabjörgun og ekki síst sjálfsbjörgun sem er í fyrsta sæti.
Þó ég sjálfur hafi sloppið við hvorutveggja á öllum mínum róðrum - þá getur það eina skipti sem sem þörf er fyrir svoleiðis- verið það skipti sem sköpum skiptir - að kunna og geta..
En það er ekki nóg að kunna - svona i huganum- það er æfingin sem skapar þann meistara sem úrslitum ræður á ögurstund.
Sjálfur er ég búinn að vera þáttakandi í mörgum svona "part úr dags námskeiðum " sem er gott-en það er æfingin á eftir sem gerir útslagið með hæfnina á þeirri stundu sem skyndileg þörf myndast.
Það er nú lóðið. :(
Og þar flöskum við flest okkar. :unsure:
Ég skrái mig á þetta námskeið þitt- alveg svellkaldur ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2013 12:06 #17 by eymi
Flottur Guðni, ef þú þarft einhverja aðstoð þá læturðu vita, þó ekki væri nema til að bera báta eða eitthvað.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2013 11:43 #18 by Guðni Páll
Takk fyrir þetta innlegg Ingi, góðir punktar í þessu. Ég mun skoða þá í námskeiðinu.

Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2013 17:05 #19 by Ingi
Góð hugmynd hjá þér Guðni Páll.
Félagabjörgun og þessar algengustu veltur á réttan kjöl eru sennilega það sem þarf og svo kæmi sér vel að sýna hvernig best er að búa sig til róðrar. Heilgallar eru orðnir mjög algengir en hvað gerir maður þegar gat kemur á gallann við klettótta strönd? Hvernig er best að laga t.d. stýri og skegg við slæm skilyriði? Það er lengi hægt að halda áfram með svona lista, en þetta kemur sér örugglega vel fyrir alla sem ætla að róa eitthvað við krefjandi aðstæður.
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2013 15:39 #20 by Guðni Páll
Mig langar að koma af stað smá "könnun" varðandi öryggi og fróðleik í kayaksportinu. Núna er ég að undirbúa námskeið fyrir félagsmeðlimi Kayakklúbbsins. Og er hugmyndin að halda það núna í haust, námskeiðið verður sett upp þannig að það er gert fyrir byrjendur og þá sem vilja læra og bæta öryggi sitt á kayak, Þar verður farið yfir ýmis atriði eins og Félagabjarganir, Sjálfsbjarganir, Hvernig skal stilla ugga (skegg) í vindi og annað sem mun nýtast flestum þeim sem telja sig þurfa á upprifjun eða hreinlega vilja læra þetta. Með þessum pósti langar mig að kanna hvað þið (þeir sem lesa póstinn) mynduð vilja sjá á svona námskeiði, hvaða þætti ætti að fara yfir betur en aðra.



Það skal tekið fram að þetta verður gjaldfrjálst námskeið í boði Kayakklúbbsins og verður bara um að ræða þetta eina námskeið. Og afhverju bara þetta eina námskeið jú með þessu langar mig að þakka Kayaklúbbnum og örðum meðlimum hans kærlega fyrir stuðningin sem ég fékk á Hringferð minni núna í sumar.

Með von um góðar undirtektir.

Guðni Páll Viktorsson
The following user(s) said Thank You: SAS, gsk, Jónas G., gudmundurs, siggi98

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum