Sjóbátar Þorlákshöfn í kvöld

08 jún 2007 15:23 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félgsróð 7. jún
Seytján manns réru í gær í logni, áttleysu og ládeyðu og tóku strikið út í Lundey. Sjórinn var með eindæmum stilltur og svo heitt í veðri að einn ræðari varð að gera hlé á miðjum róðri til að fækka fötum. Er skýrsluhöfundi til efs að slíkt hafi áður gerst í félagsróðri. Varð mönnum eðlilega nokkuð brugðið. Og mitt í öllum þessum hita, hvað skyldi svo hafa verið umræðuefnið þegar í kaffistoppið kom? Jú, nefnilega Norðurheimskautið og pólferðir!. Uppátækjasemin í þessum klúbbi ríður ei við einteyming, það er á hreinu og þökk fyrir það.
Á heimleiðinni tók síðan ræðari nokkur upp á því að drekka sjó í því skyni að staðfesta merkilega, vísindarannsókn þess efnis að að nýru í mönnum ku ráða við að hreinsa 33 cl. af sjó á sólarhring. Tilraunin fór fram í formi síendurtekinna misheppnaðra veltuæfinga en sem betur fer voru nokkrir ræðarar tilbúnir til bjargar ef sjósúparinn myndi hætta að hreyfa sig neðansjávar. Tókst viðkomandi að gleypa sína 33 cl. og jafnvel meira - án íhlutunar bjargvætta.
Í land var síðan komið að ganga ellefu eftir nokkuð gæðamikinn róður og 10 mílna vegalengd á að giska.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2007 17:54 #2 by Orsi
Gott stuð. Alltaf sannfærist maður æ betur um hvað sörfið er góður kennari í stuðningsáratökum. Ferð í Þorló þarf nefnilega ekki að snúast um að sýna tilþrif, heldur er um að gera að nota svona sörf-ferðir til að æfa áratækni í hliðaröldu sem nýtist í hvaða róðrarferð sem er. Það er hægt að æfa þetta í rólegheitum nær ströndu og enginn tilneyddur að fara lengst út. Þetta er nokkuð sem nýliðar mættu skoða og endilega drífa sig með í næstu svona ferð. Þetta blesaða sport snýst jú allt um að læra.

Loks er hér samantekt á Atlantic síðunni góðu handa þeim sem eru að byrja. þarna er rætt um fyrstu kynni af sörfi, en ekki síst lensi (með ölduna í bakið) og stuðningsáratökum. Alltaf jafngaman af þessari síðu.

atlantickayaktours.com/pages/expertcenter/surf/Surf-1.shtml

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2007 13:42 #3 by Kalli
Þetta var aldeilis fínt kvöld. Fínar öldur og góður hasar. :evil:
Örlygur, ég og Gerður mættum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2007 20:26 #4 by Kalli
það er greinilega ekki mikil þátttaka þannig að við förum beint austur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2007 16:11 #5 by Kalli
Við erum að fara nokkur á sandinn austan við þorlákshöfn með sjóbáta eftir vinnu. Vindurinn á að vera dottinn niður en það mun verða alda enþá.
Það eru allir velkomnir með hjálma á hausnum.
Ég sting uppá að fólk hittist annað hvort kl. 18:00 á Select eða 19:00 á sandinum.
Látið heyra frá ykkur.<br><br>Post edited by: Kalli, at: 2007/06/06 12:12

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum