Guðni Agústsson skrifar skemmtilega grein, eins og honum er einum lagið, í miðopnu Moggans í dag. Þegar hann lýsir forystufé get ég ekki annað en séð skyldleikann við góðan leiðsögumann.
Guðni skrifar:
Margar sögur eru til af forystufé í gegnum aldirnar sem stundum bjargaði hjörðinni og smalanum til húsa í vitlausum veðrum. Forystuféð þekkist auðveldlega frá öðru fé. ... Ég minnist Bíldu á Brúnastöðum frá mínu æskuheimili. Bílda fór stundum upp á þak á fjárhúsunum og þá var eins og hún væri að gá til veðurs. Væri vont veður framundan, var hún gjarnan innst í húsunum, en við dyrnar ef hún spáði góðu. Forystukindin fer fyrir hópnum eða safninu en gætir þess að slíta ekki reksturinn í sundur og stundum fer hún aftur fyrir reksturinn eins og til að gá hvernig stallsystrunum miðar.
Það er svo engin spurning þegar litið er á öryggisreglur klúbbsins að
róðrarstjórinn er í hlutverki
forystusauðsins, og
smalinn er í hlutverki
fararstjórans í þessari líkingu. Forystisauðurinn kemur hópnum gegnum skafla og ófærð og lætur engan verða viðskila en smalinn veit að hann vill komast heim aftur og sér um menningarþáttinn eins og að lesa gamlar hrakningasögur fyrir hjörðina og syngja hana í svefn, þegar hún lætur fyrirberast um nóttina
Kv. GHF.