Þær eru aldeilis flottar ferðasögurnar sem eru nú að birtast á forsíðunni í viðhafnarbúningi.
Gaman að lesa um upplifun ferðalanganna.
Sjálfur ráðgerði ég að taka þátt í þremur ferðum í sumar, en átti ekki heimangengt nema í eina.
Kolgrafarfjörðurinn heillaði,en slæmar vöðvafestur í vinstri hendi hindruðu róður.
Og kvefsótt heimilaði ekki útilegu norðan Breiðafjarðar.
Þá var bara ein sumarferð eftir .
Dagspartur innst inni í Hvalfirði- 12 km róður.
Það rættist úr.
Þessi ferð varð að einni fjörmestu róðrarferð sem ég hef tekið þátt í .
Það gerðist bókstaflega allt í þeirri ferð sem ein kayakferð getur boðið upp á.
Ferðalýsing Gísla H.F er þar góður vitnisburður.
Takk fyrir mig.