Félagabjörgun & sjálfbjörgun- þetta var eiginlega megin þemað í kynningu á þessu námskeiði Guðna Páls .
Ég átti því von á um 3 - 4 klst busli í sjó við að komast upp í kayakinn.
Klæðnaður minn miðaðist við langtímadvöl í sjó.
En það var meiri víðaátta en það í þessu námskeiði.
Fyrst var kynning og sýnikennsla á þurrulandi.
Að því búnu tók við upphitunaræfing , í fjörunni, fyrir sjósetningu.
Þá var þessum mikla kayakræðarafjölda (41) skipt upp í þrjá hópa og 2-3 kennarar voru í hverjum hóp.
Á þessum tímapúnkti hófst grunnkennsla í kayakróðri og helstu trixsum við beitingu árinnar.
Þarna var minn maður orðinn heldur vondaufur um meginþemað "Félagabjörgun & sjálfbjörgun- en damlaði samt eitthvað með árinni.
Að þessu loknu var blásið til kaffihlés- gaman að því.
Að loknu kaffi fór allt liðið til sjós á ný.
Nú var komið að "Félagabjörgun & sjálfbjörgun . Minn hópur lenti í Höfðavíkinni.
Þarna fóru hinar merkustu félagabjörgunaræfingar svo fram og gengu mjög vel.
Að þeim loknum var róið að fjöru neðan aðstöðunnar.
Þá var komið að lokaþættinum "sjálfbjörgun" með árafloti.
Þær æfingar voru gagnlegar.
Og að lokum fór fram kynning á þurru landi í notkun á ýmsum björgunartoglínum.
Þannig að þetta varð víðáttumikil kayakæfing og kynning á ýmsum björgunaraðferðum ásamt ofkælingarvá.
Einstaklega vel heppnað og hvatt til fleiri slíkra í næstu framtíð.
Eitt sérnámskeið mætti fara fram í notkun á dráttarbúnaði - það er mikil þörf á því.
Kærar þakkir fyrir einkar vandað kayaknámskeið.