Það eru ýmsar nýjungar í kayaksportinu þessa dagana.
Ein af þeim er þríþraut sem efnt var til sunnudaginn 10.júní 2007. Þar var tekist á við hjólhestinn og hjólað frá Elliðaárbrú og inn í Geldinganes og í framhaldi af því var róið frá Geldinganesinu og lent neðan við bilastæðið þar sem Esjugöngufarar leggja reiðskjótum sínum meðan gengið er á fjall. Við vorum ein sjö sem lögðum í þrekvirkið. Þegar lent var við Mógilsána var skipt um nær allan fatnað...sjógallinn fór í lestina og fjallgöngugallinn á kroppinn og síðan var haldið á Esjuna. Gangan á Þverfellshornið gekk vel og var smellt mynd af afreksfólkinu á toppnum.
Þegar niður var komið af fjallinu var farið í fataskápinn í lestinni og fjallagallanum skipt út fyrir sjófötin og að því búnu var róið inn í Geldinganes. Þar beið okkar grillveisla að hætti hjólreiða/sjóferða og fjallgöngufólks... kjarnmikill matur.
Þessi uppákoma heppnaðist með eindæmum vel og er henni Ólafíu og hennar manni þakkað fyrir tiltækið.
Meðfylgjandi mynd er af innsiglingunni að upphafsreit fjallgöngunnar á Esjuna
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2007/06/11 15:50