" Á sjókeip kringum landið"

03 okt 2013 14:52 #1 by skulihs
Talandi um hringfara, þá er Guðni Páll á forsíðu nýjasta tölublaðs Útiveru og fínt viðtal inni í blaðinu.
Kveðja - Skúli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2013 22:53 - 02 okt 2013 22:54 #2 by Gíslihf
Gudmundurs:
Í bókaverslunum Eymundsson eða hjá mér sbr. frétt hér á (þessari fínu) forsíðu.

Hafðu samband
með pósti á iskeipur@simnet.is
eða í síma 822 0536

Kv. Gísli.
The following user(s) said Thank You: gudmundurs

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2013 21:10 #3 by gudmundurs
Hvar getur maður nálgast þetta merkisrit?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2013 18:23 - 02 okt 2013 21:38 #4 by Steini
Hér sit ég í vaktarfríi í Caracas og er að ljúka "hringróðrinum", þetta verður sjálfsagt það sem ég kemst næst því að róa hringinn, en með skrifum Gísla kemst maður ansi nærri þeirri uplifun.

Frábær bók :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2013 18:48 #5 by Gummi
Ég er að dunda mér við bókarlesturinn og hef gaman af :)
Linkurinn á myndina sem Ingi setti inn hér að ofan setur mann þó hljóðan og undirstrikar hve mikið afrek fyrstu menn dáðu miðað við þann búnað sem þeir höfðu yfir að ráða til að ljúka hringnum.

Frábær bók hjá frábærum rithöfundi :)

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2013 18:22 #6 by Ingi
Er sokkinn í þessa stórfínu bók sem er haffsjór af fróðleik og skemmtun fyrir alla sem hafa blotnað í lappirnar einhverntíman á lífsleiðinni.

Hér er linkur á efni sem tengist hringróðrarsögu Íslands:http://sigurgeir.is/?p=101&cat=&search=kayak&offset=12&id=13789

Takk fyrir frábæra bók Gísli
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 sep 2013 14:26 - 27 sep 2013 14:27 #7 by Gíslihf
TAKK félagar, það er ekki ónýtt að fá slíkar umsagnir frá ykkur.

Ég ætla að vera í eða við kaffigáminn við Geldinganes í hádeginu (12 - 13:30) á laugardag með nokkrar bækur, en þá eru sumir að koma úr félagsróðri.

Einhverjir, sem ég gæti hitt þar, voru búnir að óska eftir eintaki og það má svo árita á staðnum :)

Greiðsla fer í flestum tilvikum fram síðan með millifærslu á reikning.

Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 sep 2013 21:59 #8 by Orsi
Þetta er fantafín bók og ég hef verið að lesa hana tvö kvöld í röð. Búinn að lesa kaflann Rætur mínar, tvívegis. Eitthvað svo heillandi kafli. Til hamingju með þessa útgáfu. Sómi að þessu mikill.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 sep 2013 21:44 #9 by Sævar H.
Þá er Gísli H. Friðgeirsson búinn að gefa út söguna um hringróður sinn umhverfis Ísland sumarið 2009.
Þetta er viðamikið rit hjá Gísla H.F.

Nú fáum við söguna alla og beint frá afreksmanninum sjálfum.
Það er mikill fengur að þessari ferðasögu ,þar sem Gísli H.F. fjallar um þennan einstæða kayakróður .
Þetta er mögnuð ferðasaga og einkar vel rituð.

Þegar undirritaður var að flytja daglega fréttapistla hér á þessum vettvangi af ferðalagi Gísla H.F. - þá var þess vel gætt að margt sem á dagana dreif - yrði að koma síðar frá Gísla sjálfum.

Söguritun af honum sjálfum - þar sem ekkert er undandregið- er mikill fengur.
Með ritun bókarinnar hefur Gísla H. Friðgeirssyni tekist að koma þessu öllu til skila af heiðarleika , einlægni og frásagnargleði - sönn frásögn af einstæðu afreki.

Sjálfur lagði ég ekki bókina frá mér fyrr en síðustu blaðsíðu var flett.
Og ljóst að bókina á ég eftir að lesa marg oft.

Gísla H. Friðgeirssyni, sjókeiparæðara er óskað til hamingju með vel unnið verk. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum