Laugardagsróður

29 sep 2013 09:20 #1 by Sævar H.
Laugardagsróður was created by Sævar H.
Það var fagurt haustveður þegar 27 kayakræðarahópur lagði upp frá eiðinu á Geldinganesi í hefðbundinn laugardagsróður.
Hiti rétt ofan frostmarks ,logn og sléttur sjór.
Róðararstefnan var sett austanmegin við Geldinganesið og að Gunnunesi þaðan sem leið lá um Þerneyjarsund með stefnu á Álfsnesið og að fjörunni góðu undir Leiðhömrum á Kjalarnesi.
Þetta var ljúfur róður.
Kaffipása & spjall var við Leiðhamra
Síðan var róin samaleið til baka.
Þetta var um 11.5 km róður
Og við aðstöðuna í Geldinganesi beið okkar bókamarkaður þar sem Gísli H. Friðgeirsson var að árita bók sína "Á sjókeip kringum landið 2009" ;)
Sannalega menningarbragur á sjófólkinu. :)

Fáeinar myndir frá athöfninni.
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5928965381098527361

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum