Friðarsúluróður - skráning

09 okt 2013 22:57 - 10 okt 2013 20:33 #1 by Sævar H.
Þetta var alveg einstaklega vel heppnaður friðarsúluróður.
Veður og sjólag mjög gott.
Athöfnin hennar Yoko Ono með góðri stemningu og margt af gestum í Viðey.
Heimferðin hjá okkur í svarta myrkri og logni til lofts og sjávar -mögnuð .
Frábær róðrarstjórn hjá honum Örlygi.
Og nokkrir af okkar öflugustu kayakræðurum blönduðust í hópinn og mynduðu mjög traustan róður.
Um 20 kayakræðarar á róðri í svartamyrkri með blikkandi ljós á dreif- alveg mögnuð stemning
Takk. :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2013 22:44 #2 by gudmundurs
Takk fyrir kvöldið. Það var magnað að vera með ykkur í þessu frábæra veðri!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2013 11:12 #3 by Sævar H.
Ég ætla að mæta og vera þarna með henni Yoko Ono í kvöld :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2013 09:49 #4 by msm
Replied by msm on topic Friðarsúluróður - skráning
Vonast til að mæta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2013 09:22 #5 by totimatt
Við Jóna stefnum líka að því að mæta, Þórólfur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 okt 2013 12:42 #6 by Larus
við Kolla mætum

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 okt 2013 16:50 #7 by Bergþór
Ég kem

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 okt 2013 14:56 #8 by sigrun
Mæti í Friðasúluróður ásamt Ragnheiði Guðmunds og Eiríki Þorgeirs

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 okt 2013 14:21 #9 by gudrunjons
Mæti :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 okt 2013 14:20 #10 by gudmundurs
Mæti

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 okt 2013 14:07 #11 by palli
Hinn árlegi róður Klúbbsins út í Viðey til að vera við tendrun friðarsúlunnar verður á miðvikudagskvöld.

Þetta er næturróður en þó á færi flestra sem eru ekki myrkfælnir ef veður er skaplegt. Veðurspá er nokkuð kvik eins og er en það gæti verið ágætis gluggi þarna um kvöldið. Það á að hvessa eitthvað úr suðri aðfararnótt fimmtudags en við sjáum betur hvað verður úr því þegar nær dregur.

Róðurinn út í Viðey er í ljósaskiptunum en bakaleiðin er í svartamyrkri þannig að nauðsynlegur aukabúnaður fyrir ræðara í þetta skipti er ljóstýra aftan á vestið eða bátinn.

Hér er planið:
18:00 Mæting í Geldinganesi.
Sjósett kl.18:45 og stefnt vestur í Þórsnes og ráðist á land í Virkisfjöru um kl. 19:30
Friðarsúlan tendruð kl. 20
Haldið heim kl. 20:15 og komið í Geldinganes kl. 21:00

Gott væri ef fólk myndi melda sig hér á þræðinum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum