Fyrsti snjórinn - haustróður

08 okt 2013 15:41 - 08 okt 2013 16:33 #1 by Sævar H.
Það var alhvítt út að líta í morgun og róður framundan.

Við Hörður K . lögðum upp frá Geldinganesinu um kl 10:30 í morgun.
Hiti var um frostmark , stllt í sjó en alhvítt yfir landinu.
Stefnan var sett á Leiruvogshólma og þaðan síðan róið að Víðinesi.
Þá hafði heldur bætt í austan vind .
Frá Víðinesi var haldið inn á Þerneyjarsund og land tekið á Hvítasandi í Þerney og átt þar kaffispjall.
Að því loknu var ákveðið að róa norður og vestur fyrir Þerneyna .
Mikið var af fugli á leiðinni í stórum hópum.
Þegar vesturfyrir Þerney var komið var stefna sett á Helguhól í Geldinganesi.
Nokkur ylgja var komin á sundinu þar á milli og komin þétt rigning.
Og að lokum lá róðurinn inn á Eiðsvíkina og heim í aðstöðuna
Þetta varð um 12 km róður í fyrstu vetrartíðinni á þessu hausti.
Afbragðsgóður róður og til eftirbreytni :-)

Fáeinar myndir frá róðrinum
plus.google.com/photos/11326675796839424...06567955668241?hl=is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum