Veðurmælirinn á Geldinganesinu upplýsti kl. 11:00 og 12:00 að 12 m/sek austan vindur væri á þeim stað en færi upp í 17-18 m/sek i hviðum.
Ég held að strengurinn hafi verið stífari þar sem kayakfólkið var á Leiruvoginum eða nálægt 20 m/sek þegar mest var.
Í þessari hreinu austanátt og svona vindstrengjum er á þessum stað eitt albesta æfingasvæði sem völ er á hér á höfuðborgarsvæðinu-til að takast á við sviftivinda og krappa öldu.
Árum sama hefur undirritaður stundað róðara þarna við vind allt að 22 m/sek til að prófa langtímaþol við að streða á móti svona afli með breytilegum vindstyrk og að öðlast fimi með árina - að vera ekki að glenna hana mjög hátt til lofts og fá þannig mikil átakspúnkt til að velta yfir.
Svæðið er einkar öruggt til svona brúks.
Víðast er það grunnt að hægt er að botna, velti maður og hugsanlegt rek ef illa gengur að komast í bátinn aftur- er á land.
Þegar við "kaffiræðararnir" vorum þarna um tólfleitið voru ræðarar í skemmtilegu vindstrengjaati . Hiti í lofti var um 10-11¨C .
Það verður að viðurkennast að löngun til þáttöku brann á.
Þetta varð því mjög ánægjuleg heimsókn í aðstöðuna og fjöruna nú í morgun.
Áhorfendur voru auk hástéttarræðaranna,Gísla H.F og Guðna Páls , tveir úr lægristétt ræðara þeir Sævar H og Bjarni (18.04) Bara gaman að því