Róið í haustblíðunni

14 okt 2013 20:51 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Róið í haustblíðunni
Ennþá sýður sækeip á
sopa fær í fjöru.
Kalla ekki kayak má
annars færðu störu (frá málfarslöggunni)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 okt 2013 19:25 - 14 okt 2013 19:25 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Róið í haustblíðunni
Skemmtilegt að prófa samsett orð með -keip(ur) í síðari hlutanum.

Ég valdi sjókeip í heiti bókar minnar, en skoðaði vissulega einnig orðin sækeip og markeip.
Mar- er skemmtilegt og það þekkjum við m.a. í samsettu orðunum markbakki, marbendill og marfló.
- þykir mér hljómfegurra, en það þekkjum við í fjölda orða svo sem særok, sæfar, sæbarinn, í dýraheitunum sæbjúga, sækýr, sæskjaldbaka og í bæjarheitunum Sæból og Sævarendi.
Ásgæðan fyrir vali mínu var að ég taldi orðin framandi fyrir flesta og að nóg væri að skrifa sjó-keipur í stað sjó-kayak/kajak en að hafa ekki báða orðhlutana nýja.
Fyrir mitt leyti líst mér best á sækeip, eins og Sævar gerir á þessum þræði :)

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 okt 2013 18:22 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Róið í haustblíðunni
Skemmtilegar róðarskýrslur frá ykkur. Sennilega eruð þið margræðnastir allra nú um stundir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 okt 2013 17:17 - 14 okt 2013 17:28 #4 by Sævar H.
Dagurinn í dag þann 14. október 2013 var afar gjöfull til sjósóknar.
Við róðrarfélagarnir Hörður K. og Sævar H. nýttum þetta einstaka tækifæri og ýttum sækeipum okkar úr vör vestanmegin frá eiðinu á Geldinganesi. Klukkan var um 13:00 .
Við þurftum að hinkra aðeins meðan Steini ex formaður landaði sækeip sínum eftir flottan róður að Viðey.
Við tókum stefnuna á austurenda Viðeyjar að norðanverðu og áætluðum að róa síðan að eiðinu í Viðey og fá okkur smá vökvun. En veðrið var gott, logn til lofts og sjávar .
Hætt var við lendingu á eiðinu og róið með Kambinum og síðan vestur fyrir Vesturey.
Það var örfín undiralda sem brotnaði ljúft við fjöruklettana.
Og þegar suðurfyrir Vesturey var komið þá var stefna sett á Áttæringsvör.
Þegar þangað var komið var háflóð og fjörukamburinn þvi brattur og lending ekki aðlaðandi.
Það var því róið austur fyrir Virkishólinn og lent í Virkisfjörunni á góðum sandi.
Þar var tekin hressingarpása og kapparnir myndaðir ásamt sækeipum sínum.
Að þessu brölti loknu var stefnan sett austur með Viðey og að lokum lent á eiðinu í Geldinganesi eftir um 11 km róður.
Afbragðs sækeipaferð í flottu haustveðrinu
Þetta er sett inn fyrir þá sem heima sitja- til fróðleiks og nokkurrar skemmtunnar :-)

Myndir og róðrarkort.
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5934657024603851617

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum