Útiljósið á pallinum

18 okt 2013 19:58 #1 by siggi98
Replied by siggi98 on topic Útiljósið á pallinum
Það er tæknilega hægt ætlum að láta basic mode duga til að byrja með. :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 okt 2013 18:04 - 18 okt 2013 18:10 #2 by Össur I
Replied by Össur I on topic Útiljósið á pallinum
Þorbergur er búinn að setja ljósið á rofa sem er við hornið undir rafmagnstöflunni. Flott svona. Menn kveikja bara á bílljósunum áður en menn yfirgefa svæðið í mykri og slökkva. Þessi hreyfiskynjari var alltaf til vandræða. Núna verður þetta bara á gamla mátann menn kveikja og slökkva á rofa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 okt 2013 17:49 - 18 okt 2013 17:54 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Útiljósið á pallinum
Er eitthvað tæknilegt vandamál að hafa rofa sem er tvívirkur ? Ljós logar stöðugt í stöðu A en sé hann settur í stöðu B þá er tímaliði á þeirri grein sem slekkur ljós eftir t.d 15 mín. Og þegar komið er á ný og ljós kveikt er einfald lega skipt á A og ljós logar stöðugt o.s.frv.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 okt 2013 12:58 #4 by siggi98
Replied by siggi98 on topic Útiljósið á pallinum
Þetta er góð hugmynd, hugmyndafræðin er að ljosið er kveikt þegar menn eru á sjó í rökkri.
Þú kveikir á ljósinu áður en þu leggur í hann ef þú sérð fyrir þér að þú komir til baka í myrkri.
Ef það er settu timaliði er slökkt á ljósinu þegar komið er til baka.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 okt 2013 11:24 #5 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Útiljósið á pallinum
Það er reyndar mjög góð hugmynd, þá gleyma menn líka síður dóti á pallinum :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 okt 2013 23:14 - 17 okt 2013 23:15 #6 by Jói
Replied by Jói on topic Útiljósið á pallinum
Væri ekki sniðugt að setja þetta á tíma liða þannig ljósið logi í kannski 15 til 30 mín og slökkni svo af sjálfu sér? Kemur í veg fyrir að gleymt sé að slökkva á því og svo menn eða konur geti yfirgefið svæðið í birtu án þess að detta í hálku eða álíka. Það er ekki mikill aukakostnaður..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 okt 2013 08:33 - 15 okt 2013 08:34 #7 by siggi98
Replied by siggi98 on topic Útiljósið á pallinum
Ætla biðja menn ekki að vera slá út lekaliðanum heldur merkta örygginu.
Það er það sem össi meinti :-)

kv
Sigurjon M

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 okt 2013 22:32 #8 by Þorbergur
Replied by Þorbergur on topic Útiljósið á pallinum
Ég skal tengja rofan einhverntíma í vikunni, og ath. með merkingu á greinum í töflunni.
Kv Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 okt 2013 20:37 - 14 okt 2013 20:41 #9 by Össur I
Sælir kæru félagar.
Það er greinilegt að nokkuð er um að menn stundi kvöldróður í blíðunni um þessar mundir og er það vel.
Það hafa orðið smá breytingar á kveikingu á útiljósinu. Það er þannig að það þarf að kveikja það í rafmagnstöflunni inn í kaffigámnum. Mikilvægt að muna að slökkva svo aftur þegar menn yfirgefa svæðið.
Þetta er gert þannig að menn slá lekaliðanum (merktur útiljós í rafmagnstöflunni) upp til að kveikja og niður til að slökkva.
Sjá myndirnar hérna að neðan hvar taflan er og merkingu lekaliðans.

Taflan


Merking lekaliðans


Það stendur til að setja þetta á rofa en þetta verður svona þangað til.
Einar Sveinn okkar (lýsingarhönnuður með meiru) er að reikna og teikna ljósmagnið og fjölda lampa sem setja þarf upp til að fá hæfilegt ljósmagn á pallinn og nánasta umhverfi og er væntanleg niðurstaða í þá reikninga fljótlega. Í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um uppsetningu ljósa og frágang ljós og friðar á svæðinu.

Kv Húsnæðisnefnd
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum