Sælinú
Öryggisstefnu féagsróðra hefur verið breytt þannig að í stað nafnalista yfir viðurkennda róðrastjóra er nú komin setningin "
Róðrastjórar Kayakklúbbsins skulu vera virkir ræðarar og hafa lokið 4 stjörnu BCU Sea kayak leader prófi eða sambærilegu."
Við vonum að þetta mælist vel fyrir, og einnig sú nýlunda að nú prófum við að úthluta einum róðri á mann svo lengi sem listinn endist. Skemmst er frá því að segja að allir 15 ræðararnir sem uppfylla þessi skilyrði tóku vel í að vinna samkvæmt þessu fyrirkomulagi, a.mk. til reynslu.
Ýmsir kostir hljótast af þessu, m.a.
- alltaf á að vera tryggt að viðurkenndur róðrastjóri sé til staðar í félagaróðrum klúbbsins
- við losnum við "ha, humm, hver á nú að vera róðrastjóri í dag" mómentið í fjörunni
- ekki alltaf sama fólkið sem tekur þetta að sér og álaginu þannig dreift
- róðrastjóri getur sett inn nokkrar línur á spjallið í aðdraganda síns róðurs
- ef einhverjum er meinilla við viðkomandi róðrastjóra þá getur hann setið heima þann daginn
Alla vega líta allar aðstæður vel út fyrir minn róður nú á laugardaginn. Stefnir í bjartan og fallegan haustróður, spáin segir hægur austan vindur, bjart og 2-4 stiga hiti. Ég er strax farinn að hlakka til !
Hér er síðan listinn yfir róðrastjóra næstu 15 róðra:
19-okt Palli Gests
26-okt Gísli H F
2-nóv Eymi
9-nóv Össur
16-nóv Guðni Páll
23-nóv Gummi Breiðdal
30-nóv Gunnar Ingi
7-des Lárus
14-des Maggi
21-des Örlygur
28-des Gísli Karls
4-jan Egill
11-jan Sigurjón
18-jan Sveinn Axel
25-jan Þóra