Félagaróður 19. okt - breytt fyrirkomulag

19 okt 2013 13:55 #1 by palli
Þetta var eðalróður í góðu færi. Lagt út austan megin á eiðinu og róið rangsælis um Geldinganes með viðkomu í Lundey. Kaffipása tekin þar á háfjöru og talsverðar jafnvægisæfingar á þaraklæddu stórgrýtinu í fjörunni.

21 bátur lagði í hann, 19 fóru í Lundey og hringuðu hana og 11 bátar lengdu heimferðina yfir í Fjósakletta þar sem buslæfingar voru teknar.

Takk fyrir samveruna, þetta var alveg ljómandi fínt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 okt 2013 16:51 #2 by SPerla
Þetta er allt eðal fólk, við hin verðum í góðum höndum :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 okt 2013 16:00 #3 by Ingi
Sammála Sævari.
Mér sýnist þarna vera á lista flestir aktífustu ræðarar síðustu ára og mikil samþjöppuð reynsla í þessum hóp.:)
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 okt 2013 14:54 #4 by Sævar H.
Þetta er spennandi.
Og allt drengir og stúlkur góðar.
En eitt er það sem mikið hefur vafist fyrir mér þegar ég er mættur á eiðið í Geldinganesi með glampa í augum að hefja róður og það er hvorumegin eiðsins á að leggja upp.
Oft leita ég svara milli manna og kvenna en flestum vefst tunga um tönn .
Þetta byggir á að setja sækeipinn réttumegin í fjöruborðið- fyrir róður- svona tímalega.
Nú verður hægt að ganga beint að ákveðnum manni eða konu og krefja skýrra svara :-)
Þetta finnst mér boða mikla framför.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 okt 2013 11:04 #5 by palli
Sælinú

Öryggisstefnu féagsróðra hefur verið breytt þannig að í stað nafnalista yfir viðurkennda róðrastjóra er nú komin setningin "Róðrastjórar Kayakklúbbsins skulu vera virkir ræðarar og hafa lokið 4 stjörnu BCU Sea kayak leader prófi eða sambærilegu."

Við vonum að þetta mælist vel fyrir, og einnig sú nýlunda að nú prófum við að úthluta einum róðri á mann svo lengi sem listinn endist. Skemmst er frá því að segja að allir 15 ræðararnir sem uppfylla þessi skilyrði tóku vel í að vinna samkvæmt þessu fyrirkomulagi, a.mk. til reynslu.

Ýmsir kostir hljótast af þessu, m.a.
- alltaf á að vera tryggt að viðurkenndur róðrastjóri sé til staðar í félagaróðrum klúbbsins
- við losnum við "ha, humm, hver á nú að vera róðrastjóri í dag" mómentið í fjörunni :)
- ekki alltaf sama fólkið sem tekur þetta að sér og álaginu þannig dreift
- róðrastjóri getur sett inn nokkrar línur á spjallið í aðdraganda síns róðurs
- ef einhverjum er meinilla við viðkomandi róðrastjóra þá getur hann setið heima þann daginn :)

Alla vega líta allar aðstæður vel út fyrir minn róður nú á laugardaginn. Stefnir í bjartan og fallegan haustróður, spáin segir hægur austan vindur, bjart og 2-4 stiga hiti. Ég er strax farinn að hlakka til !

Hér er síðan listinn yfir róðrastjóra næstu 15 róðra:

19-okt Palli Gests
26-okt Gísli H F
2-nóv Eymi
9-nóv Össur
16-nóv Guðni Páll
23-nóv Gummi Breiðdal
30-nóv Gunnar Ingi
7-des Lárus
14-des Maggi
21-des Örlygur
28-des Gísli Karls
4-jan Egill
11-jan Sigurjón
18-jan Sveinn Axel
25-jan Þóra
The following user(s) said Thank You: gudmundurs

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum