Þriðjudagsrugl 22 okt

23 okt 2013 10:13 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Þriðjudagsrugl 22 okt
Hressandi að lesa þessa kjarnmiklu lýsingu um efnismikinn róður á þriðjudegi.:-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 okt 2013 21:53 #2 by Guðni Páll
Beint í mark hjá háttsettum LG.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 okt 2013 21:19 #3 by Larus
Hefðbundinn þriðjudags æfingarróður var tekinn vestur fyrir geldinganesið, þar var ansi mikil alda að vestan sem gott var að nota til æfingarugls, bjargana, sjalfsbjargana og veltuæfingar, þeir hjálmuðu djöfluðust i frakastinu við klettana.
Þaðan var stefnan tekinn þvert á ölduna í norður fyrir Þerney, ansi mikil strekkinsvindur a köflum þar úti, heimtúrinn var tekin í logni og stilltum sjó nema Gunni sem gat ekki vitað af öldum við geldinganess endann og ekki farið í þær, svo hann læddist bara einn hinn hringinn.
Róðurinn var tekin á góðu tempói svo allir ættu að hafa fengið eitthvað fyrir aurinn, ræðarar voru Beggó, Gummi B, Örlygur,Palli R, Eymi, Klara, Þóra, Gunni og lg

Þriðjudagsróðrar voru skapaðir til stuðnings Gísla hringfara 2008 og hafa haldist óslitið síðan, allir eru velkomnir svo fremi sem ræðari sé sjálfbjarga við flestar aðstæður og geti róið eins og andsk.... i tvo tima í myrkri og skilað sér heim.


lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum