Ég þakka Palla, formanni fyrir greinagóðar skýringar .
Eitthvað er ég illa upplýstur .
'Eg hélt að það væri Kayakklúbburinn sem væri að að veita kayakfólkinu þessar viðurkenningar og á sínum forsendum.
En það er SÍL sem er að veita þetta og nú er þetta allt orðið tengt keppnum- það er mikil breyting frá minni vitund.
Keppnum var haldið alveg aðskildum frá almennri kayakástundun og fólkið fékk ýmsar og aðskildar viðurkenningar.
Ég er t.d að horfa á tvo bikara sem Kayakklúbburinn veitti mér - sá fyrri er frá árinu 2004. Á honum stendur " Sjókayakmaður ársins 2004" ekki var ég keppnismaður né mikill fimleikamaður á kayak - en samt töldu félagarnir að mér bæri svona sómi.
Og yngri bikarinnn og mun stærri " Kayakklúbburinn, Besta ástundun í róðri frá Geldinganesinu, 2005, Sævar Helgason "
Mig minnir að " Kayakmaður ársins" hafi tengst báðum þessum bikurum-kannski er það misminni hjá mér.
En þetta var nú á bernskuskeiði kayakiðkunnar frá Geldinganesinu og fólkið lítt siglt til útlanda til þjálfunar í kayakfimi.
En ég er svo sannalega ánægður með þau Þóru og Svein Axel og þær viðurkenningar sem þeim hlotnaðist- mjög verðskuldað.
En þá er það afreksmaðurinn mikli, á árinu :
" Ævintýrabikar " þessi viðurkenning virðist óþekkt og engin hefð fyrir henni né skýringar á þungavigt hennar. Og mesta afreksmanninum í kayakróðri á árinu er afhentur sá bikar.
Keppni virðist æðri öllu og að sigra í keppni.
Að róa kayak umhverfis Ísland einn síns liðs og hafa sigur- er meiriháttar afrek - en það skortir viðurkenningu . Afreksmaðurinn okkar Gísli H.Friðgeirsson lýsir því hér á þessum þræði- ágætlega.
" Ævintýrabikar " ég brosi