Fréttir úr lokahófi

29 okt 2013 11:08 - 29 okt 2013 11:10 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Fréttir úr lokahófi
Það er gott að Palli formaður upplýsir okkur um að þessu er ekki stjórnað frá Kayakklúbbnum. Það vekur upp spurninguna hvort klúbbur okkar, sem flest erum um og yfir miðjum aldri, á heima í íþróttahreyfingunni. Klúbbur sem ekki sinnir ungliðastarfi, sem ekki hefur þjálfara og sem ekki er með fræðslukerfi frá grunni!

Ástæðan fyrir að ég sest við lyklaborðið nú er samt sú að ég þarf að hressa upp á minnið. Ég finn ekki málið í leit hér á Korkinum, en ef ég man rétt þá fékk Halldór Björnsson viðurkenningu sem kayakmaður ársins, 2-3 árum á undan mér. Hann hafði unnið sér það til ágætis að stunda róðurinn stíft allt árið og hafði loggað um 2000 km í róðrum frá Geldinganesi. Það er nærri því einn hringur um Ísland.
Þegar ég sá fram á að ljúka við hringróðurinn sumarið 2009 kom þetta stundum í hugann og þá vonaðist ég til að fá slíka viðurkenningu eins og Halldór Björnsson. Ég man þó ekki eftir að hafa nefnt það við nokkurn mann og ég gladdist einlæglega þegar viðurkenningn kom svona formlega.
Halldór hefur nú dregist aftur úr í kayaksportinu eins og gengur þegar önnur viðfangsefni í lífinu taka yfir, en gaman væri að sjá hann aftur á vettvangi. Þegar ég reri um Hornstrandir 2006 með Kaj mönnum og félögum héðan var Halldór eitt sinn sendur á eftir mér til að ávíta mig og gæta mín, en ég hafði tekið mig út úr hópnum í stinningsgolu og var að þvera eina víkina beint á móti vindi, sem mér þótti viðráðanlegra, enda óvanur þá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 okt 2013 09:54 - 29 okt 2013 17:57 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Fréttir úr lokahófi
Ég þakka Palla, formanni fyrir greinagóðar skýringar .
Eitthvað er ég illa upplýstur .
'Eg hélt að það væri Kayakklúbburinn sem væri að að veita kayakfólkinu þessar viðurkenningar og á sínum forsendum.
En það er SÍL sem er að veita þetta og nú er þetta allt orðið tengt keppnum- það er mikil breyting frá minni vitund.
Keppnum var haldið alveg aðskildum frá almennri kayakástundun og fólkið fékk ýmsar og aðskildar viðurkenningar.
Ég er t.d að horfa á tvo bikara sem Kayakklúbburinn veitti mér - sá fyrri er frá árinu 2004. Á honum stendur " Sjókayakmaður ársins 2004" ekki var ég keppnismaður né mikill fimleikamaður á kayak - en samt töldu félagarnir að mér bæri svona sómi.
Og yngri bikarinnn og mun stærri " Kayakklúbburinn, Besta ástundun í róðri frá Geldinganesinu, 2005, Sævar Helgason "
Mig minnir að " Kayakmaður ársins" hafi tengst báðum þessum bikurum-kannski er það misminni hjá mér.
En þetta var nú á bernskuskeiði kayakiðkunnar frá Geldinganesinu og fólkið lítt siglt til útlanda til þjálfunar í kayakfimi.
En ég er svo sannalega ánægður með þau Þóru og Svein Axel og þær viðurkenningar sem þeim hlotnaðist- mjög verðskuldað.
En þá er það afreksmaðurinn mikli, á árinu :
" Ævintýrabikar " þessi viðurkenning virðist óþekkt og engin hefð fyrir henni né skýringar á þungavigt hennar. Og mesta afreksmanninum í kayakróðri á árinu er afhentur sá bikar.
Keppni virðist æðri öllu og að sigra í keppni.
Að róa kayak umhverfis Ísland einn síns liðs og hafa sigur- er meiriháttar afrek - en það skortir viðurkenningu . Afreksmaðurinn okkar Gísli H.Friðgeirsson lýsir því hér á þessum þræði- ágætlega.
" Ævintýrabikar " ég brosi :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 okt 2013 09:01 #3 by palli
Replied by palli on topic Fréttir úr lokahófi
Gaman að fá smá fjör í umræðuna ... Ekki oft samt sem maður sér póst frá Sævari vini mínum með engum broskarli.

Ég byrja á því að óska þeim öllum hér opinberlega innilega til hamingju með viðurkenningarnar, enda allt eðalfólk og fantaræðarar.

Klárt mál er að Guðni Páll Viktorsson vann langmesta afrek kayakmanna á Íslandi á árinu. Þess vegna tilnefndi stjórn hann til Ævintýrabikarsins sem er veittur öllum siglurum/ræðurum fyrir ferð ársins og er því þar verið að verlauna mann úr mun stærri hóp en bara kayakræðara fyrir afrek ársins. Ég verð að viðurkenna það að ég áttaði mig ekki á því að einhverjir myndu túlka þessa viðurkenningu eitthvað mikið óæðri en kayakmaður ársins.

Sterk tengsl eru milli tilnefningar á kayakmanni og -konu ársins og þeirra sem standa sig best í Íslandsmeistarakeppninni. Þessar tilnefningar halda síðan áfram sem tilnefningar klúbbsins á Íþróttamanni ársins þar sem í langflestum tilfellum er um að ræða fólk í viðkomandi grein sem hefur staðið sig best í keppnum ársins. Þetta er þó engin kvöð og klúbburinn gerði undantekningu þegar Gísli var tilnefndur ræðari ársins 2009 og Maggi 2011. Við höfum fengið athugasemdir frá SÍL í þessum tilvikum vegna þess að viðkomandi ræðarar eru lítt tengdir keppnum ársins.

Áhyggjum af því að verið sé að veita karla- og kvennaverðlaun og því að þetta séu verðlaun ársins 2012 þótt enn séu tveir mánuðir eftir af því verð ég að vísa til SÍL þar sem þessar viðurkenningar eru á þeirra könnu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 okt 2013 21:06 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Fréttir úr lokahófi
Er farið að samtengja sigurvegara í kayakkeppnum við "Kayakmann ársins " og bæta við "Kayakkonu ársins" ?
Bæði tvo frábært kayakfólk Sveinn og Þóra . Er þetta fyrir árið 2012 ?
En er það rétt að að kayakafreksmaðurinn Guðni Páll Victorsson hafi hlotið einhverja viðurkenningu sem "Ævintýrakayakmaður ársins" ? Og þá væntanlega fyrir árið 2012. Varla er það fyrir afreksverkið mikla að róa einn sín liðs umhverfis Ísland.

Eitthvað hlýtur þetta allt að skýrast .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 okt 2013 20:17 - 28 okt 2013 20:52 #5 by Gíslihf
Eftirfarandi má lesa á vefsíðu Siglingasambandsins eftir lokahófið s.l. laugardag:
"Kayakkona ársins var Þóra Atladóttir. Þóra varði Íslandsmeistaratitil sinn á sjókayak kvenna í ár ... - og - Kayakmaður ársins var Sveinn Axel Sveinsson. Sveinn Axel varð Íslandsmeistari á árinu ...."

Þau tvö eiga allan heiður skilinn en þetta vekur þó spuringar og hugsanir:
Eru titlarnir kayakkona og - maður samheiti við íslandsmeistara kvenna og karla? Það hefur ekki verið undanfarin ár. Ég trúi vart að stjórn Kayakklúbbsins hafi ráðið þessu, hún hlýtur að hafa orðið að beygja sig fyrir reglum íþróttahreyfingarinnar eftir að lögunum var breytt síðast.

Eitt annað, er þetta með konu og mann ekki úrelt? Setjum svo að kona úr hópi okkar mundi róa umhverfis Ísland næsta sumar. Yrði hún þá kayakkona ársins en einhver okkar sem hefði t.d verið duglegur í félagsstarfinu kayakmaður ársins? Nei, hún ætti að fá tiltilinn kayakmaður ársins ein. Vilborg Arna verður t.d. afreksmaður ársins að mínu mati á sviði fjalla og heimskautaferða.
Það er einnig minnst á Ævintýrabikar í fréttinni. Einhvern veginn finnst mér það vandræðalegt og mér finnst að Guðni Páll ætti að afþakka hann.
Maður ársins í einhverju. Það er hefð fyrir því í þjóðfélaginu að almenningur kýs, t.d. lesendur blaða eða hlustendur útvarpsrásar. Prófum að spyrja fólkið á götunni hver sé kayakmaður ársins - ég er ekki í vafa um svarið: Guðni Páll. Athugull vegfarandi mundi þó e.t.v. segja: Átt þú við ársins 2012, þetta ár er ekki liðið enn.

Að lokum persónulegt: Mér þótti meiri hefð að þessum tiltli í lok árs 2009 eftir hringferð mína en þótt ég hefði sigrað í keppni og rökstuðningurinn með þeirri tilnefningu á eins við Guðna Pál þetta árið. Hins vegar fann ég að ég tilheyrði ekki hópnum í hófi íþróttafréttamanna um áramótin. Mér fannst ég líka finna það á viðmóti annarra þó að það kunni að vera ímyndun. Við getum unnið alls konar sigra án þess að keppa við aðra - en margir skilja það ekki.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum