Félagsróður 9. nóv 2013

09 nóv 2013 19:00 #1 by Bergþór
Ljómandi róður. Góður hópur eins og venjulega. Það kólnaði þegar kom í ferksvatnið. Fingurnir voru gráir og dauðalegir á undirrituðum. Hefðu sennilega molnað af ef ekki hefði notið ullarvetlinga Fíu og svo áralúffa frá Lárusi. Belgvettlingar til róðra eru komnir á jólasveinalistann. Eðlisfræðingarnir útskýrðu kuldann á þann veg að ferksvatnið flytur kuldann ofan af fjöllum til sjávar. Við veltuæfingar var sjórinn ekkert átakanlega kaldur.
Bestu þakkir - Össur er meðetta. Pressa á næsta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 nóv 2013 17:59 - 09 nóv 2013 18:53 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 9. nóv 2013
Stórskemmtiegur róður með úrvali úr klúbbnum og með þessu áframhaldi verða kvenræðarar komnir í meirihluta innan skamms: Ólafía, Hildur, Kolla, Arndís, Þóra, Klara og Eva létu sig ekki muna um að baxa á móti jökulkaldri austanáttinni uppí hesthúsabyggð Mosó. Marc, Trausti, Kristján, Bergþór, Gummi B, Lárus, Sveinn Axel, Palli formaður, Þórsteinn og Ingi undir röggsamri stjórn Össurar eins og hans var von og vísa..

ps
Eva þakkar Lárusi fyrir dráttinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 nóv 2013 15:11 - 09 nóv 2013 15:26 #3 by Össur I
Fínasti rólegheitar róður í morgun. Átján bátar á/sjó og hið bestasta veður þó kalt hafið verið. Stemmarinn varð einhvern veginn meiri fyrir leið 2 inn Leiruvoginn. (leið eitt bíður betri tíma nema einhver annar róðrarstjórinn fari með okkur þá leið, kortið er klárt). Það varð því úr að róið var inn Leiruvoginn og upp Varmá/köldukvísl gegnum rörin undir hestaveginunum yfir Köldukvísl eins hátt uppeftir og sjávarstaða leyfði. Einhverja kannski 100m ofar. Tekið var smá kaffistopp í fínasta gerði á mjög viðeigandi stað eða á Skipahól. Kaffistoppið var stutt enda skíta kuldi. Róið sömu leið heim. Ekki voru margir sem tóku kortið með en þó sást eitthvað til kompása….
Takk fyrir mig, flottur túr.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2013 13:01 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 9. nóv 2013
Þetta er skemmtileg nýbreytni hjá róðrarstjóra. Kem með nýja kompásinn. :)
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2013 12:52 #5 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 9. nóv 2013
Flott framtök Össur. Við mætum og ég mun leggja mig fram að vera til vandræða. Get meira að segja reynt að vera bæði fremst og aftast ef þig vantar smalahund...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2013 23:13 #6 by Gíslihf
Skemmtileg tilbreyting.
Ég hef róið upp í Varmána undir hestabrúna og einnig upp Leivogsána langleiðina upp að þjóðvegi.
Það var hins vegar þegar háflóð var stórstreymt, u.þ.b. 4.3 m .
Þegar sjávarstaðan er um 1/2 metra lægri gætu ýmsir strandað, nema róið sé beint yfir slóð ánna eftir botninum.
Sjókortið mitt er of gróft til að kortleggja dýpið þarna.
Fróðlegt verður að heyra ferðasöguna eftir laugardaginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2013 17:09 #7 by gudmundurs
Ég tek að mér hlutverk áttavillta nýliðans sem dettur í sjóinn !

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2013 16:39 #8 by palli
Replied by palli on topic Félagsróður 9. nóv 2013
Þetta er til fyrirmyndar hjá Össuri. Greinilega gæðaróður í uppsiglingu ....

Lárus, þú tekur að þér hlutverk þess áttavitalausa sem þarft að treysta alfarið á róðrarstjórann og ert í tómu rugli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2013 13:43 #9 by Larus
Replied by Larus on topic Félagsróður 9. nóv 2013
djö...... sem kallinn er me......etta

þetta er svo flott að ég held bara að ég skrái mig og Kollu i þennan róður
tek ekki áttavita með heldur ætla ég að treysta alfarið á stjórann

lg

ps tek ekki að mér nein hlutverk takk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 nóv 2013 20:46 - 05 nóv 2013 20:51 #10 by Össur I
Það fellur í minn hluta að halda heraga á liðnu í næstkomandi félgsróðri á laugardag.
Ég er búinn að setja niður á kort tvær róðrarleiðir og verður önnur þeirra fyrir valinu á laugardag.
Best að láta veður hafa áhrif á þá ákvörðun nú eða þá barasta ef önnur hvort leiðin fellur betur í múginn :)
Hérna að neðan er linkur á kortin sem upplagt er að prenta út og hafa með og taka smá æfingu á kompásinn sem svo margir eru með til skrauts á dekkinu.
Sjávarstaða er nokkuð hentug til að róa á annaðhvorn þennan stað.
Kort
ps birt með fyrivara um prentvillur :)
Sjáumst vonandi sem flest

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum