Þriðjudagsrugl 12 nóv

12 nóv 2013 21:08 #1 by Larus
Þriðjudagæfingin var tekin í titölulega stilltu og fallegu veðri en ansi var hann kaldur fannst flestum ræðurunum sem mættu i dag, gumma breiðdal var hinsvegar ekki kalt klæddi sig bara við bílinn i blautan gallann sem hafði gleymst i bílnum síðan á laugardag, ótrúlegur nagli þessi maður. túrinn var tekin austurum útfyrir veltuvik þar sem stefnan var tekin á lundey, hraðinn var eins og hver réði við, mishratt en með reglulegum þéttistoppum var ágætis yfirferð, eyjan var hringuð eftir surfæfingar við austurendann þar sem braut á grynningum við vestrendann voru stórar öldur að skella á klettunum við létum þær ekki ná okkur og tókum nú strikið að vesturenda geldinganessins ef það skyldi nú vera eitthvað í gangi þar sem var reyndar ágætis læti við klettana sem menn skoðuðu aðeins. tíðindalítill róður að mestu einhverjar veltur, bakk og annað rugl sást á stangli rónir voru 10 km

ræðarar voru ingi, arndis, klara, þóra, guðni, gummi,eymi,gunnaringi og lg

þriðjudagsróðrar voru skapaðir til stuðnings Gísla hringfara 2009 og hafa haldist óslitið síðan, allir eru velkomnir svo fremi sem ræðari sé sjálfbjarga við flestar aðstæður og geti róið eins og andsk.... i tvo tima í myrkri og skilað sér heim.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum