Félagsróður 16. nóv 2013

16 nóv 2013 17:21 #1 by Guðni Páll
Gaman að sjá að (vara) skeifan stóð sig eins vel og átti von á. Ég hef minn grun hver var að þvælast uppí fjöru og ekki er þetta í fyrst skipti sem það gerist og ekki það síðasta. En ég vill þakka Sigurjóni fyrir að leysa mig af vegna anna og mæt ferskur fljótlega.

kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 nóv 2013 14:28 #2 by Larus
Replied by Larus on topic Félagsróður 16. nóv 2013
Glæsilegur róður í alla staði, stjórinn með allt á hreinu vinda og veður uppá mínútu, litla veltan var auðvitað ófyrirséð þegar einn ræðarinn sem átti að vita betur og vera með hjálminn á hausnum var komin nálægt landi og skemmti sér bara vel enda fór það svo í einni öldunni sem tók ræðarann inn og átti svo auðvitað að taka kappann út aftur en þá voru bara óvart einhver grjót sem hægðu á ferðinni þannig að undan fjaraði og kappinn lá þarna eins og klessa í grjótinu, en eftir smá stund var aftur sjór undir bátnum og auðvelt að velta upp, eftir það gekk róðurinn eins og í sögu.
Frábær nýbreytni að láta kaffistoppið eiga sig enda alltaf drullukalt að sitja einhvernstaðar um hávetur, þau mættu hverfa mín vegna i vetrarróðrum svo er líka fint að vera komin í land fyrir hádegi.

Takk fyrir góðan túr

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 nóv 2013 13:08 #3 by Össur I
Frábær róður og frábær róðrarstjóri þarna á ferð.
Flest alveg eftir bókinni en þeir sem þekkja kauða vita að hann er sennilega búinn að lesa allt sem til er um róðarstjórn :)
takk fyrir daginn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 nóv 2013 13:01 #4 by siggi98
Það voru 12 bátar á sjó á þessum haustdegi.
Lagt var upp frá höfuðstöðvunum og haldið vestur að geldingarnes tanganum enda spáð stífri vestanátt. Þaðan var haldið til þerneyjar en fyrir þverunina fækkaði um einn í hópnum sem tók geldingarnes hring einn. Nirst á geldinarnesinu tók einn af reynsluboltunum uppá því að sýna hvað gerist þegar bátur velltir í grjótinu. Ekki liggur enn fyrir hvort að þetta hafi verið planað eða óvænt :-) slapp þetta til en góð áminning að vera með höfuðbúnað við svona aðstæður. Skall á haglél í þveruninni eins og spáð hafði verið og var þvi hópurinn þéttur. Þerney hringuð og siðan haldið aftur í höfuðstöðvarnar. Ekkert kaffistopp var tekið enda gott að halda á sér hita. Þessi dagur bauð uppá sýnishorn af logni, roki, sól og haglél.
Þakka fyrir mig og góðan félagsskap

kv
Sigurjon M

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 nóv 2013 10:41 #5 by gudmundurs
Þetta væri gaman, en ég verð ude på landet .
Góðar stundir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 nóv 2013 10:17 #6 by Gunni
Replied by Gunni on topic Félagsróður 16. nóv 2013
yes.....mér líst vel á þetta....en mæti ekki :(
(upptekinn annarsstaðar)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 nóv 2013 08:33 #7 by Larus
Replied by Larus on topic Félagsróður 16. nóv 2013
uss.............mér líst ekkert á þetta.............en mæti samt

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 nóv 2013 15:30 #8 by Össur I
Glæsilegt HR. stjóri.
Mæti

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 nóv 2013 13:31 #9 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 16. nóv 2013
Flott plan hr. róðrarstjóri. Það verður gaman að fást við vestanáttina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 nóv 2013 12:16 - 14 nóv 2013 13:24 #10 by siggi98
Þar sem Guðni Páll mun vera að elta uppi hvítar fjaðrir á fjöllum næstu helgi hefur hann beðið mig að taka að mér róðrarstjórnina.
Er þetta gert í samráði við 4* BCU ræðara klúbbsins þar sem ég á eftir að taka 4*BCU prófið en hef lokið þjálfuninni.

Róðraráætlun: Getur breyst vegna veðurs
Ætlunin var að fara að skoða nýju göngu og hjólabrýrnar yfir Elliðaárósa, en þar sem það verður nálægt fjöru á laugardagsmorgun leyfa aðstæður það ekki.

Er þvi lagt upp með geldingarnes - lundey-þerney í staðinn. Að þvi gefnu að vindur sé skaplegur.
þetta er um 11 km leið miðað við 5 km/klst róðrarhraða og stopp um 2.5 tími.
Róðrarleið


Veðurspáin núna er nokkuð stíf vestan átt ef það gengur eftir verður róðurinn aðlagaður að aðstæðum á laugardaginn.
Hitastig verður rétt yfir frostmarki þannig að nauðsinnlegt er að vera vel dúðaður og með yfirhafnir til að setja yfir sig þegar stoppað er.
Sjávarhiti er 4.2 gráður núna og þvi gott að vera með hanska á laugardaginn.
Sjávarhiti

Hlakka til að sjá sem flesta
kv
Sigurjón M
The following user(s) said Thank You: gudmundurs

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum