Jamm þetta er skemmtilegt að skoða og lesa öll sjónarmiðin, það er auðvelt að klikka á einhverjum atriðum en allt gekk nu vel að lokum og honum var fljótt komið í bátinn aftur.
Gaurinn sem lenti á sundinu segir nokkuð athyglisverða punkta varðandi græjur og getu, fyrsta var að hann var með varaárina i notkun eitthvað gamalt apparat 230 cm sem hann notaði meðan hann var óvanur, allt of löng og erfið,
svo var hann ekki með veltuna á hreinu hann hafði ekki verið nógu duglegur að æfa hana, kaldur sjór og óþétt hálsmál voru eitthvað að kvelja hann og svo var hann ekki í þurrgallanum í þetta skiptið ásamt því að vera þreyttur og illa upplagður eftir róðra síðustu daga.
Þarna eru þeir að leika sér i fullorðins aðstæðum sem kalla á að menn geti bjargað sér.
Það sem ég vil læra af þessu er: vertu með græjur sem virka fyrir þig og æfðu veltuna þannig að hún klikki ekki .....og ef hun klikkar sjálfsbjörgun sem virkar,
Því þú hefur enga stjórn á hvað hinir geta eða gera eða klikka á þegar eitthvað klikkar hjá þér en þinni getu og græjum stjórnarðu.
lg