MYNDAKVÖLD Í NORRÆNAHÚSINU Á FIMMTUDAGSKVÖLD KL.20
Kristinn Einarsson áhugaljósmyndari sýnir myndir og segir frá ýmsum stöðum á Grænlandi í Norræna Húsinu, fimmtudagskvöldið 21.nóv kl.20.
Myndirnar eru teknar á austurströnd Grænlands: Kulusuk, Tasiilaq, Tiniteqilaq, og Kumiiut.
Einnig sýnir hann myndir frá vesturströndinni, t.d. Sisimiut, Kangerdluarsuk Ungatleq, Ilulissat og Pakitsoq.
Kristinn fór fyrst til Grænlands 1996 og starfaði í þrjú sumur við brúarsmíði í Sisimiut. Síðan fór hann aftur 2004 til Tasilaq í virkjunarframkvæmdir. Árið 2006 fór hann til Qorlortorsuaq á suður Grænlandi og starfaði þar um sumarið einnig við virkjunarframkvæmdir. Auk þess starfaði hann í Sisimiut og Ilulissat við virkjunarframkvæmdir frá árinu 2007 til 2013. Myndirnar eru líka frá kayak og gönguferðum á austur ströndinni.
Allir velkomnir,
Stjórn KALAK.