Sæl öll
Það fellur í minn hlut að stýra félagsróðri núna á laugardaginn. Hef ákveðið að bjóða uppá ferðaáætlunina hér
að neðan.
Það er möguleiki á að leið A verði ekki fær vegna íss úr Elliðaárósnum, á þó síður von á því þar
sem ekki hefur verið langur frostakafli. Að auki ætti norðanáttin að sjá til þess að Viðeyjarsundið
verði autt.
Vona að sem flestir mæti í þessu flotta vetrarveðri.
Kv.
Gummi B.
Ferðaáætlun:
Vindur: Hæg minnkandi norðanátt 2 m/s
Hitastig -3
Flóð 09:37
Lagt af stað stundvíslega kl. 10:00 frá aðstöðunni í Geldinganesi.
Gott að vera mætt ekki seinna en 09:30.
Plan A: Að brúnni yfir Elliðaárósa um 4,5 km hvor leið samanlagt 9 km.
Áætluð ferðalok ekki seinna en kl. 12:30
Plan B: Engey um 6 km hvor leið samanlagt 12 km.
Áætluð ferðalok ekki seinna en kl. 13:30
Áætluð ferðalok eru ríflega ákveðin þ.e þetta á afslöppuð skemmtun.
Legg til að farið verði út vestanmegin af eyðinu og róið að bryggjunni í Gufunesi.
Þar verði staðan tekin og ákveðið hvort A eða B verði fyrir valinu.
Hvort farið verði í land eða ekki verður líka ákveðið þegar þar að kemur.
Nauðsynlegt er að vera vel búinn sérstaklega hendur og höfuð.
Nesti er líka æskilegt að hafa meðferðis.