Félagsróður laugardagur 23.11.2013

24 nóv 2013 11:12 #1 by skulihs
Takk fyrir skemmtilegan róður og gaman að sjá myndir úr túrnum svona beint í æð.
Kv - Skúli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2013 20:03 #2 by Jónas G.
Hæ, flottur róður hjá okkur í dag hér eru nokkrar myndir.
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2013 13:41 #3 by GUMMIB
Sæl hér kemur róðrarskýrslan 23-11-2013

Átján bátar á sjó. Lagt upp vestanmegin af eyðinu. Róið undir bryggjuna í Gufunesi, þar sem
stefnan var fljótlega tekin á Elliðaárósa. Rerum undir austari göngubrúnna sem er verulega
flott mannvirki. Fórum upp ósinn þar til ís hamlaði för sem var næstum því á móts við
B&L húsið.

Þar var snúið við og tekinn smá aukakrókur undir Grafarvogsbrúnna. þótt um tveir tímar væru
frá flóði var lítill straumur enda smástreymt. Ís var í Grafarvognum þar sem snúið var til
baka heim á leið.

Smá busl og trix voru viðhöfð að venju. Veður var mjög gott um -2 gráðu hiti og
nánast logn.

Komið var til baka kl. 12:20. Takk fyrir daginn.

Kv.
Gummi B.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 nóv 2013 09:36 #4 by GUMMIB
Sæl öll
Það fellur í minn hlut að stýra félagsróðri núna á laugardaginn. Hef ákveðið að bjóða uppá ferðaáætlunina hér
að neðan.
Það er möguleiki á að leið A verði ekki fær vegna íss úr Elliðaárósnum, á þó síður von á því þar
sem ekki hefur verið langur frostakafli. Að auki ætti norðanáttin að sjá til þess að Viðeyjarsundið
verði autt.
Vona að sem flestir mæti í þessu flotta vetrarveðri.
Kv.
Gummi B.

Ferðaáætlun:
Vindur: Hæg minnkandi norðanátt 2 m/s
Hitastig -3
Flóð 09:37

Lagt af stað stundvíslega kl. 10:00 frá aðstöðunni í Geldinganesi.
Gott að vera mætt ekki seinna en 09:30.

Plan A: Að brúnni yfir Elliðaárósa um 4,5 km hvor leið samanlagt 9 km.
Áætluð ferðalok ekki seinna en kl. 12:30

Plan B: Engey um 6 km hvor leið samanlagt 12 km.
Áætluð ferðalok ekki seinna en kl. 13:30

Áætluð ferðalok eru ríflega ákveðin þ.e þetta á afslöppuð skemmtun.
Legg til að farið verði út vestanmegin af eyðinu og róið að bryggjunni í Gufunesi.
Þar verði staðan tekin og ákveðið hvort A eða B verði fyrir valinu.
Hvort farið verði í land eða ekki verður líka ákveðið þegar þar að kemur.
Nauðsynlegt er að vera vel búinn sérstaklega hendur og höfuð.
Nesti er líka æskilegt að hafa meðferðis.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum