Framtíð Gufuness

16 des 2013 10:59 - 16 des 2013 12:28 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Framtíð Gufuness
Nú þegar vetrarsólstöður eru að ganga í garð og myrkur stóran hluta sólarhringsins er komin nokkur deyfð í kayaksportið- svona almennt . Alveg öfugt við sumarsólstöður .
Eins og fram hefur komið á þessum vef eru hraðfara breytingar á umhverfi okkar hér á höfuðborgarsvæðinu. Fjörur minnka og það þrengir sífellt að svona útivistarsporti eins og kayakróðri.
Hér birti ég mynd sem sýnir þetta vel á svæði sem er "okkar" Myndin er tekin fyrir 20 árum á Viðeyjarsundi af Skarfakletti sem þá var langt úti á Viðeyjarsundi en er nú kominn upp á land og bryggjur og hafnarsvæði Sundahafnar fyllir það sem áður var haf. Svona er hraðinn mikill. Myndin er tekin á leið frá Viðey miðsumars.
Skarfaklettur á Viðeyjarsundi

plus.google.com/photos/11326675796839424...6817?partnerid=gplp0
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 nóv 2013 18:10 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Framtíð Gufuness
Hér er linkur á umhverfisstefnu Faxaflóahafna:
www.faxafloahafnir.is/umhverfisstefna-faxafloahafna-sf/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 nóv 2013 23:41 #3 by skulihs
Replied by skulihs on topic Framtíð Gufuness
Það er líka mikilvægt að koma pólitíkusunum í skilning um svona grunnatriði eins og Gísli nefnir hér í fyrsta innlegginu, þ.e. að vatnaþotur og kayak fer ekki vel saman. Það væri mjög dæmigert fyrir pólitíkusa að hugsa þannig að það sé upplagt að setja upp á einum stað aðstöðu fyrir hvers konar siglingar og vatnasport og átta sig ekki á vandanum við það nema þeim sé bent á það. Þess vegna gæti klúbburinn þurft að vera klár í að fá fundi með ráðamönnum og útskýra hvað sé heppileg aðstaða fyrir kayaksportið. Staðsetning við Geldinganesið býður upp á margt, en vanhugsaðar aðgerðir í skipulagsmálum gæti skemmt mikið. Sú aðstaða sem kayakfólk þarf er ekki mikil eða plássfrek samanborið við ýmislegt annað, en áhugi á sportinu fer vaxandi.
Kv - Skúli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 nóv 2013 13:23 - 24 nóv 2013 15:31 #4 by Steini
Replied by Steini on topic Framtíð Gufuness
Því miður er nú svo komið að nánast öll norðurströnd Reykjavíkur er manngerð og þar með talin skeljasandsströndin við Gufunes.

Við verðum að vera vakandi yfir skipulagsmálum sem varða; enn ósnortna strandlengju í okkar nágrenni, og þá ekki síst að koma okkar starfsemi eða aðstöðu endalega inn á kortið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 nóv 2013 13:01 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Framtíð Gufuness
Ég fagna því ef að þessi hræðilega verksmiðja hverfur og svæðið verður gert að almennu útivistarsvæði. Við erum eins og Gísli bendir á þeir sem mest njóta fjörunnar þarna. Hún er því miður horfin á norðurströnd Reykjavíkur og þetta er það sem eftir er.
Við verðum að láta okkar sjónarmið í ljós og passa að ekki verði eyðilagt meira en nú er.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 nóv 2013 12:07 - 24 nóv 2013 12:12 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Framtíð Gufuness
Já þetta er vísast rétt hjá Sævari, kosningar eru framundan til borgarstjórnar. Við höfum samt ábyrgð og þekkjum þetta svæði betur en flestir borgarbúar og reynslan er ólygin um hvað hefur gerst. Þeir sem muna jafn langt aftur og við Sævar, eiga í huganum minningar um allt aðra strönd en börnin í Reykjavík þekkja nú.
Ég gekk með leikfélögum mínum um fjöruna allt frá Advania við Borgartún upp að vöruhóteli Eimskip við Sundahöfn og þar voru mörg ævintýri og mörg falleg fjaran. Ég sat oft á grastó í friðsælum skúta uppi í litlu bjargi ofan við flæðarmálið u.þ.b. þar sem nú er Hringrás og horfði út Viðey og fékk mér af og til sundsprett. Þegar Vestmannaeyingar grétu æskustöðvar sem hurfu undir hraunið fann ég að mínar æskustöðvar voru einnig horfnar.
Umhverfi Fjósakletta með tveim hreinum sandfjörum eru þess virði að varðveita fyrir síðari kynslóðir, ekki bara einhver kjörtímabil. Best væri að gamla Áburðarverksmiðja yrði hreinsuð burt og svæðið út á nesið gegn Fjósaklettum væri autt með lágreistum fallegum byggingum að baki, fyrir sjósportfólk.
PS: Ég er ekki að fara í pólitík :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2013 23:55 #7 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Framtíð Gufuness
Eru þetta ekki hinar fjögurra ára vissu hugleiðingar um svæðið þarna og Viðey. Þessu skýtur alltaf upp í aðdraganda kosninga. Þetta er vinsæl hugljómun í kosningabæklinga. Í bólunni miklu fyrir 8 árum var mikið rætt um að byggja eyjarnar Engey og Viðey með tilheyrandi brúargerð . Eftir að búið er að brúa eyju er hún ekki lengur eyland. En auðvitað þokast þetta allt í átt til bygginga. Kannski eru þetta síðustu frjálsu stundirnar sem menn og konur eru að upplifa á Sundunum við sækeiparóðra....

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2013 23:24 - 23 nóv 2013 23:29 #8 by Gíslihf
Framtíð Gufuness was created by Gíslihf
Ágætu félagar.
Er þetta ekki mál sem við þurfum að skoða og tjá okkur um? Kíkið á þetta:
reykjavik.is/frettir/fjolmorg-taekifaeri-i-gufunesi
Gufunesbærinn er að vísu sunnan við svæðið sem við notum mest og ég hélt að Gámafélagið væri með forræði við Fjósakletta og fjörurnar þar á móti. Vatnaþotur og sjókayakar fara ekki vel saman.
Fjósaklettar eru náttúruperla og einstakt svæði fyrir sjókayaka. Einnig eru tvær sandfjörur á svæðinu, ein "okkar" megin og hin við Gufunesbryggjuna. Sú fjara er nær orðin undir framkvæmdum en unnt er að bjarga henni. Vel mætti hugsa sér aðstöðu fyrir sjókayaka, geymsluskála og annað þarna ofan við sandfjöruna við Gufunesbryggju.
Það eru fáir staðir eftir af náttúrulegri strönd á Reykjavíkursvæðinu og við sjáum þetta betur en margir aðrir.
Svo þekki ég ekki hugmyndir um brú út í Viðey.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum