Þriðjudags..... 26. Nov

26 nóv 2013 23:00 - 26 nóv 2013 23:01 #1 by Guðni Páll
Þið eruð snillingar, flott fyrir okkur sófadýrin að lesa svona lýsingar. Þá fær maður pott þétt samviskubit yfir að vera heima :D

kv Gp
The following user(s) said Thank You: gudmundurs

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 nóv 2013 21:05 #2 by Larus
Þriðjudagsróðurinn leit vel út, vindaspá af suðvestan og heitt i lofti þannig að þetta gat ekki klikkað, tíu ræðarar gerðu sig klára i Lundeyjar krækju svokallaða, eitthvað fannst okkur vindurinn vera minni en við var að búast. Út fórum við i vestur og þöndum okkur eins og hægt var út með Geldinganesinu en uppúr því fór spáin að ganga eftir öldurnar stækkuðu og vindinn herti. Við vestur enda Lundeyjar var tekið hefðbundið stopp til að þetta hópinn áður en strauið var tekið i austur þarna fengum við að finna fyrir alvöru öldum og vindi á hliðina á okkur, um tima var slydda og i myrkrinu var ekki mikið af skyggni. Hópurinn átti til að dreifast heldur mikið en ferðahraðinn var ágætur og við töldum okkur telja tíu ljós svona oftast. Við Veltuvikina vorum við komin á slettan sjó og dóluðum heim i höfuðstöðvar.
Þetta með að halda þettan hóp er að þvælast aðeins fyrir okkur hugsanlega er ástæðan að við róum bara án þess að ræða fyrirkomulag enda allt sjálfbjarga ræðarar við flestar aðstæður enda skilyrði fyrir þáttöku i þessum róðrum en það þarf ekki mikið að klikka hjá einhverjum til að dragast afturúr hópnum og þá getur liðið nokkur stund þar til hópurinn hefur þétt sig aftur og áttar sig. Það er engin spurning að við sem hópur þurfum að vera meðvitaðri um hópinn þegar við erum úti á rúmsjó i erfiðum aðstæðum við getum verið afslappaðri og sjálfhverfari þegar við erum nær landi og í góðu skyggni.
Ræðarar voru Svenni, Gunnar Ingi, Eymi, Örlygur, Klara. Þóra, Palli R. Mack, Andri og Lárus


þriðjudagsróðrar voru skapaðir til stuðnings Gísla hringfara 2009 og hafa haldist óslitið síðan, allir eru velkomnir svo fremi sem ræðari sé sjálfbjarga við flestar aðstæður og geti róið eins og andsk.... i tvo tima í myrkri og skilað sér heim.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum