Félagsróður 14.12.2013

13 des 2013 09:56 #1 by Siggisig
Sælir verið þið ræðarar góðir, konur og karlar. Sá sem tilnefndur er róðrarstjóri laugardaginn 14 desember næstkomandi hefur komið að máli við undirritaðan og óskað þess að vera losaður undan þeirri skyldu þar sem hann hefur öðrum hnöppum að hneppa þann dag. Að sjálfsögðu er það mér bæði ljúft og ánægjulegt að taka slíkt verkefni að mér.Veðurspáin gerir ráð fyrir að mestu þurru hægviðri með hita nálægt frostmarki. Samkvæmt Easy Tide verður fjara í Reykjavík um kl. 10:37 í stækkandi straumi. Ég hef því miður ekki haft tök á að mæta í síðustu laugardagsróðra en með því að rýna róðragerðir á korkinum góða má sjá að það er orðið nokkuð síðan Viðey var hringuð í slíkum róðri. Að því gefnu að þessi fína veðurspá standist legg ég þá til að stefnt verði á róður í hring um hana Viðey. Gerum frekar ráð fyrir að sleppa kaffistoppinu þar sem hitastigið býður tæplega upp á þægilega viðveru við slíka athöfn en sjáum annars bara til hvernig stemmarinn verður.
Kv. Siggi Sig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum