Undirritaður er settur róðrastjóri næsta laugardag. Veðurspá laugardagsins er frábær 1-3 m/s og 1 stigs hiti. Sem sagt kjörið að taka langan róður, en geri samt ráð fyrir að flestir séu uppteknir í jólaundirbúningi þannig að lengri róður verður ekki í boði.
Róðraleið verður ákveðin á staðnum. Sraumurinn við Gullinbrú ætti að vera flottur, þar sem háflóð er kl 08:33 og sjávarstaða nokkuð há eða 3,8 metrar svona til að gefa einhverja hugmynd. Róður að Gullinbrú og til baka aftur er um 8,5 km
kv
Sveinn Axel