Vetrarsólstöður-hátíð í nánd

21 des 2013 14:29 #1 by gudmundurs
Ég á von á bók Gísla í jólapökkunum í ár. Get ekki beðið eftir leggjast í sófann með hana!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 des 2013 12:30 - 21 des 2013 12:49 #2 by Sævar H.

Nú þegar jólahátíðin er að hefjast og árið 2013 er að renna sitt skeið er gott að horfa yfir farinn veg .
Hjá mér hefur dregið úr langferðum á kayak frá því sem var- en margar styttri ferðir farnar.
En á árinu sem nú er að líða hafa samt verið merkisatburðir í kayaklífinu .
Afreksróðurinn hans Guðna Páls umhverfis Ísland ber þar hæst.
Mikið afrek hjá Guðna Páli.
Og okkar fyrsti kayakræðari sem sigraði í kayakróðri umhverfis Ísland, Gísli H. Friðgeirsson gaf út ferðasöguna .
Stórgott ritverk hjá Gísla H. F.
Bæði þessi afrek eru skráð hér á vef Kayakklúbbsins í samtímaheimilda formi.
Við það verk var horft til framtíðar – að skráðar samtímaheimildir um þessi afreksverk væru til og síðan varðveitt á heimasíðu Kayakklúbbsins.
Nú í lok þessa árs ,2013, hafa 54.400 heimsóknir verið skrásettar á „ Á kayak umhverfis Ísland“ samtímasögu róðurs Gísla H. Friðgeirssonar og lifir greinilega sjálfstæðu lífi.
Sama er að segja um samtímasögu róðurs Guðna Páls á „ Hringróður um Ísland,2013“ . Þar eru heimsóknir orðnar 18.200 .
Þannig að efnið höfðar til skoðunar á vef Kayakklúbbsins.
Nokkuð erfitt er samt að finna þessa vefi á síðunni .
Og nú er stefnan sett á Áramótaróðurinn í lok ársins 2013....
Gleðilega hátíð og farsælt nýtt kayakár
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5959809910572509825
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum