Eins og fram kemur hjá Óla er talað um ferða- og/eða íþróttaklúbb. Mér finnst þó hvorugt ná yfir margt sem við höfum fengist við og lítið gert úr erfiðum ferðum á sjó með þvi að fella þær undir
ferðaklúbb. Prófið að Gúggla "ferðaklúbb" og þá finnið þið Kínaklúbb Unnar, Gott fólk 60+ (sólarlandaferðir). Ekki er rétt að setja Vilborgu á Suðurpólnum í sama flokk og fólk í hvíldarleyfi á á Tenerife. Róður um Hornstrandir, fyrir Jökul í misjöfnu veðri eða umhverfis landið er réttara að kalla
leiðangur . Hugsanlega mætti gera hringróður að ferðaklúbbsferð með leiðsögu, góðum gistingum á leiðinni og þjónustu varðandi búnað, viðgerðir og nesti á leiðinni. Hugsanlega mætti líka búa til keppni úr hringróðri, en slíkt gæti endað illa.
Óli veit auðvitað hvað hann er að tala um varðandi keppni í róðri. Ef við viljum að Kayakklúbburinn verði alvöru íþróttafélag þá ætti að leggja megináherslu á þjálfun og starf fyrir börn og unglinga og bátar og keppnisreglur að fara eftir reglum ICF og sækja ætti um aðild með einhverjum hætti. Hér er síða hjá ICF um kepni á sjó
www.canoeicf.com/icf/Aboutoursport/Ocean-Racing.html
Þar eru surfskíði notuð, en Óli er eini félaginn sem stundar slíkan róður. Á síðunni er slóð til að hala niður keppnisreglum og eru þær 37 bls. að lengd.