Kayakmaður ársins - kosning ?

29 des 2013 22:50 - 29 des 2013 22:52 #1 by Gíslihf
Takk fyrir það Sigurjón - en það þarf líka að rýna í fræðin. Það getur þó gengið of langt eins og eftirfarandi saga um siglingafræði sýnir (úr The Observer):
Two theoretical physicists are lost at the top of a mountain. Theoretical physicist No 1 pulls out a map and peruses it for a while. Then he turns to theoretical physicist No 2 and says:
"Hey, I've figured it out. I know where we are." - "Where are we then?"
"Do you see that mountain over there?" - "Yes."
"Well… THAT'S where we are."

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2013 22:15 #2 by siggi98
Væri nú gaman að fara sjá ykkur félaga á sjó ekki bara hér á korkinum :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2013 20:54 #3 by Sævar H.
"Ferðir" er mjög gamalt í málinu . Ferð eru lítil takmörk sett, T.d þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðuðust um allt Ísland-um allar byggðir þess árin 1752-1757 og rituðu mikla bók um ferðalagið þá nefndu þeir bókina "Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar" Hugtakið "leiðangur" er að öllum líkindum mjög ungt í málinu. Einkum hefur það verið tengt björgun einhvers eða tengt einstöku tilefni til ferðar að ákveðnu marki. "Ferð" er mjög gott og gilt um litlar sem mjög stórar ferðir. Bara setja þetta fram.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2013 13:54 - 29 des 2013 14:32 #4 by Gíslihf
Eins og fram kemur hjá Óla er talað um ferða- og/eða íþróttaklúbb. Mér finnst þó hvorugt ná yfir margt sem við höfum fengist við og lítið gert úr erfiðum ferðum á sjó með þvi að fella þær undir ferðaklúbb. Prófið að Gúggla "ferðaklúbb" og þá finnið þið Kínaklúbb Unnar, Gott fólk 60+ (sólarlandaferðir). Ekki er rétt að setja Vilborgu á Suðurpólnum í sama flokk og fólk í hvíldarleyfi á á Tenerife. Róður um Hornstrandir, fyrir Jökul í misjöfnu veðri eða umhverfis landið er réttara að kalla leiðangur . Hugsanlega mætti gera hringróður að ferðaklúbbsferð með leiðsögu, góðum gistingum á leiðinni og þjónustu varðandi búnað, viðgerðir og nesti á leiðinni. Hugsanlega mætti líka búa til keppni úr hringróðri, en slíkt gæti endað illa.
Óli veit auðvitað hvað hann er að tala um varðandi keppni í róðri. Ef við viljum að Kayakklúbburinn verði alvöru íþróttafélag þá ætti að leggja megináherslu á þjálfun og starf fyrir börn og unglinga og bátar og keppnisreglur að fara eftir reglum ICF og sækja ætti um aðild með einhverjum hætti. Hér er síða hjá ICF um kepni á sjó
www.canoeicf.com/icf/Aboutoursport/Ocean-Racing.html
Þar eru surfskíði notuð, en Óli er eini félaginn sem stundar slíkan róður. Á síðunni er slóð til að hala niður keppnisreglum og eru þær 37 bls. að lengd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2013 12:51 - 29 des 2013 16:15 #5 by Sævar H.
Nú er svo komið innan Kayakklúbbsins að skeiðklukkan/markaða vegalengd er sigurvegarinn. Allar viðurkenningar falla á skeiðklukkuna. Annað skipir engu máli. Þegar ég var að nálgast Kaykaklúbbinn fyrir um 13 árum - þá voru burðarásar í klúbbnum- straumvatnsmenn . Það var mikið líf í tuskunum hjá þeim og umræðan á þeim stað. Sjókayak var þá á bernskuskeiði og þá fyrst og fremst sem ferðamáti bæði á skemmri sem lengri leiðum. Ein keppnisgrein var að skjóta þar rótum- svona sem uppskeruhátíð sjóferðaliðsins. Það var Hvammsvíkurmaraþonið. Reykjavíkurbikar var smáviðburður. Ferðamennska á sjókayak tók síðan yfir í kayaksportinu um árabil. Ýmisskonar verðlaun voru veitt- en óháð skeiðklukku- utan Hvammsvíkurmaraþonsins og Reykjavíkurbikars. Á þeim vettvangi fengu keppnisaðilar Íslandsmeistaranafnbót. ´Nú er þetta allt breytt. Skeiðklukkan/ markaða vegalengd hefur alfarið tekið yfir. Allar viðurkenningar falla þar .Annað er ekki í boði. Svona veltist kayaksportið fram og til baka á öldum hafsins , um rennsli straumvatnsins- og skeiðklukkunnar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2013 10:38 #6 by olafure
Ég er sammála að þessir hlutir þurfa að vera á hreinu en held að atkvæðagreiðsla sé ekki rétta leiðin vegna þess að mín skoðun er sú að klúbburinn geti þrifist bæði sem ferða og íþróttaklúbbur. Í kosningu um íþróttamann ársins snýst þetta ekki um ferðalög heldur íþrótt og á þessum vetvangi er sú skilgreining sem alþjóða kayaksambandið setur upp keppnisgrein, þar er t.d. keppni á sjókayökum vel skilgreind og á ekki að valda neinum vafa. Að mínu mati er Sveinn að réttu kayakíþróttamaður ársins miðað við þessa skilgreiningu án þess að ég geri lítið úr afreki Guðna. það er sjálfsagt að verðlauna afrek í ferðamennsku en ég bendi á að þá getum við lent í vandræðum með það, hvernig ætti að bera saman ef 5 fara hringinn og einn rær til Grænlands á sama árinu? Í Danmörku er tímakeppni í að róa hringinn og Fylkir gerði tilraun til að bæta tímann, hvernig eru aðrar þjóðir að verðlauna slík afrek? Það er mín von að kosningin á kayakíþróttamanni ársins og keppni til íslandsmeistara verði gulrót fyrir unga sem aldna til að stunda íþróttina í meira mæli og ef það á að takast þarf að spýta í lófa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2013 16:42 - 28 des 2013 16:43 #7 by Sævar H.
Það er kannski mjög erfitt að standa í svona kosningu. Lengst af taldi ég að Kayakklúbburinn væri fyrst og fremst ferðaklúbbur
Síðar er hann skilgreindur sem íþróttafélag. Þá varð ég hissa. Ég hafði aldrei verið við íþróttafélag kenndur.-en því meira við ferðamennsku-allskonar. En nú er þessi gamli klúbbur kominn í þessa keppnisbaráttu á íþróttaleikvangi . Að róa á kayak umhverfis Ísland -eitt erfiðasta sjósvæði heims- er ekki keppni- það er afrek. Jú, Guðni Páll Viktorsson er afreksmaðurinn í kayakróðri í ár

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2013 13:03 - 28 des 2013 13:09 #8 by Gíslihf
Við Sævar vorum báðir búnir að tjá okkur um þetta mál í þræði á Korkinum 28.-29. okt s.l. (Fréttir úr lokahófi). Það er þó ekki raunhæft að fara út í svona kosningu án nokkurs fyrirvara og án þess að stjórn og reglur Kayakklúbbsins standi á bak við það.
Lausleg skoðanakönnun meðal klúbbfélaga mundi þó vafalaust leiða í ljós það álit að Guðni Páll er afreksmaður ársins á sviði kayakróðurs, hvort sem það er viðurkennt með formlegum tiltli eður ei.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2013 21:08 #9 by Sævar H.
Er ekki alveg upplagt að lyfta deyfðinni hér á korkinum aðeins upp og efna til kosninga ?

Nú er víða verið að kjósa hitt og þetta ársins eitthvað.

Það væri bara hressandi að efna hér til kosningar um kayakmann- eða konu ársins 2013

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum