Ferðaárið 2013 lokið

06 jan 2014 07:14 #1 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Ferðaárið 2013 lokið
Þessi hugmynd með Langasjó/Sveinstind hljómar eins og ein með öllu ! Tindurinn sjálfur er fisléttur uppgöngu en líklega einn af betri útsýnisstöðum landsins ef hitt er á gott veður.
Styð þessa hugmynd heilshugar :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2014 22:10 #2 by Gummi
Replied by Gummi on topic Ferðaárið 2013 lokið
Það er fínt að fá smá umræðu um róðra ársins og hvað mönnum finst vanta upp á. Ég er einmitt sammála Sævari að oft er full geyst farið yfir eins og klukkan skipti meira máli en að njóta stundarinnar.
Gunni var fljótur að munstra mig í ferðanefnd þegar ég fór að gapa um ferð um Langasjó. En það er jú margt að skoða við Langasjó og ber þar hæst Sveinstind sem er 1090mys.
Það væri því kjörið að nota tækifærið í ferð um Langasjó að arka upp á Sveinstind í leiðini. En svo er líka Skaftártindur sem er um 900mys og hann er við náttstaðinn innst inn undir jökli. Annað hvort fjallið yrði sigrað í leiðini.

Margt fleira er að brjótast um í höfðinu á mér en það kemur bara síðar.
Ef ég tek að mér að fara á Langasjó er óskatíminn önnur helgin í júlí, þegar enn er bjart allan sólarhringinn og því hægt að arka um allt hvenær sem er að nóttu sem degi.
En í svona ferð þarf að skoða margt og taka nógu mikið af myndum og fara í land sem oftast og skoða sem flest í Fögrufjöllum.
The following user(s) said Thank You: gudmundurs

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jan 2014 18:22 - 03 jan 2014 18:23 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Ferðaárið 2013 lokið
Eldri ræðarar á róðrum um landið :
Heppilegt væri að hafa þátttöku lágmarks aldur 60 ára . Svona ferðir væru ekki negldar niður á almanaksdagsetningu - heldur réði veður og sjólag öllu. Ferðir væru því áætlaðar á ferðaplani. Fjögurra daga fyrirvari með brottför -heppilegur. Og a.m.k tveir möguleikar undir á hverjum tíma- hvar róið væri. SV-land með línu frá Snæfellsnesi í Karlsdrátt og vestan Ölvusár í suðri væri kjörróðrarsvæði. Innan þess eru nokkrir tugir möguleika - fyrir Eldri ræðara sem vilja fara hægt um - af öryggi en hugfangnir af náttúruskoðun og skemmtileg heitum.
Yngri ræðarar eldast síðan smá saman upp í þátttökuheimild- spennandi ?

Aðrar tillögur ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jan 2014 16:34 #4 by Gunni
Replied by Gunni on topic Ferðaárið 2013 lokið
Frábært, nú munstra ég Sævar í ferðanefndina og hann skipuleggur ferð Heldri ræðarar í vor. Það leiðir ábyggilega til fleirri sambærilegra ferða. Það eru fordæmi fyrir sér hóp, Hörpuróðurinn átti að vera kvennaróður en við gátum ekki verið án þeirra og laumuðum okkar í þær ferðir. Það verður eins hjá Sævari, það vilja allir vera (með) Heldri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jan 2014 11:16 #5 by Reynir Tómas Geirsson
Gleðilegt ár. Ég væri með í ferðahópi Sævars, fell orðið í flokkinn þann !

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jan 2014 21:26 - 02 jan 2014 22:54 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Ferðaárið 2013 lokið
Fer ekki að koma að því að eldri kayakræðarar fari mynda að ferðahóp ? Næg er reynsla og ferðagleðin. Einkenni þannig ferða væri svona hæfilega hröð yfirferð með djúpri náttúruskoðun og upplifun.

Síðan er það stóra spurningin : Finnst nokkrum að þeir sjálfir falli í þannig flokk ?
The following user(s) said Thank You: Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jan 2014 13:07 #7 by Gummi
Replied by Gummi on topic Ferðaárið 2013 lokið
Td. Hópferð á Langasjó með ákveðnum takmörkum um getu ræðara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2013 16:30 - 31 des 2013 16:31 #8 by Gunni
Nú er ferðaárinu 2013 augljóslega að ljúka (ég fer allavega ekki í fleiri ferðir í ár.).
Ferðaskýrsla 2013 er kominn á sinn stað á klúbbsíðunni okkar hér og beint í skjalið hér

Fallaskipti eru í ferðanefnd eru um áramót og nú vantar innstreymi nýrra ferðahugmynda. Er ekki tilvalið að þú segir frá þínum hugmyndum um ferðir og ferðasvæði og gefir kost á þér (ekki láta mig ná í þig með töngum, það er sárt :) ) Þú þarft ekki að vera stjörnum prýdd(-ur) aðeins áhugasöm/-samur um kayakferðir.

Ég óska ykkur gleðilegs árs og þakka róðrarárið 2013.

Gunnar Ingi (gsm 8993055 / markeipur@gmai.com)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum