Félagsróður 04.01.2014

03 jan 2014 11:38 #1 by Egill Þ
Nú er komið að því að standa við áramótaheitin og hefja af krafti að stunda holla hreyfingu og kayakróður.
Veðurspá laugardagsins spáir hita um 2-3°C og vindi af NNA. Nokkur munur er á vindhraðaspá Belgings (10-13 m/s) og Veðurstofunnar (6-10 m/s). Flóð í Reykjavík er kl. 8:18 (4,5m) og fjara er kl. 14:38 (0,1m). Sjávarhiti í Reykjavíkurhöfn er um 2,5-3 °C
Róðrarleið verður ákveðin á staðnum með tilliti til vinds og stefnt er að því að velja róðrarleið sem hæfir öllum þátttakendum. Til álita kemur að fara að Bryggjuhverfinu en einnig má velja meira krefjandi leið og róa meira upp í vindinn.
Sökum sjávarhita er ekki stefnt að miklu sulli.
Kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum