Ég tek sérstaklega eftir því sem hann segir á 4:03 að PLB sé mikilvægasta tækið til að láta vita af sér í neyð. Það sama segir Riaan Manser sem nú er að legg af stað yfir Atlantshafið með Vasti konu sinni.
riaanmanser.co.za/pages/expeditions.php?a=4
Við Guðni Páll og Maggi fórum saman yfir málið og bentum á þetta fyrir rúmu ári þegar Guðni var að undirbúa hringferð sína. Hefði Guðni Páll orðið viðskila við bátinn eftir brotsjóinn neðan við Meðallandið þá var lífsvonin bundin við þetta tæki og viðbrögðum Gæslunnar við PLB-neyðarmerkinu. SPOT-ið er gott öryggistæki og skemmtileg tenging inn á vefsíður og samfélagsmiðla, en þetta er meira neyðartæki.
Það geta allir kynnt sér þetta sjálfir að einhverju marki á vefnum með því að leita eftir
"Personal Locator Beacon".
PS Það er önnu spurning sem við ættum að geta spurt Gæsluna að og ekki er víst að hið sama gildi í UK. Hafa þeir búnað í þyrlunum til að miða týndan mann í sjó út frá:
a) PLB merki
b) SPOT merki
c) VHF samtali
d) GSM samtali ?