Eldri ræðara róðrar.

06 jan 2014 20:27 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Eldri ræðara róðrar.
Ekki ráð nema í tíma sé tekið. Hægt að hafa tombólu með óskilamuni sem vinninga. Við ættum að geta skrapað uppí útborgun allavega þegar Örsi og hinir unglingarnir komast til vits og ára

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jan 2014 18:14 - 06 jan 2014 18:17 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Eldri ræðara róðrar.
Mér finnst alveg sjálfsagt að klúbburinn reyni með einhverju móti að uppfylla sérþarfir eldri ræðara. Brunabótamat Víðiness er ekki nema 490 milljónir kr. á heimasíðu ríkiskaupa og síðan er það þessi bátur sem þarf að kaupa líka. Ég held að ekkert nema neikvætt hugarfar spilli áformum um að kaupa Víðines handa eldri ræðurum. Ef við verðum föst í hlekkjum hugarfarsins, þá missum við af Víðinesi.

Og það er stutt í Aðalfund..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jan 2014 17:41 - 06 jan 2014 17:44 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Eldri ræðara róðrar.
Góð innsýn hjá Gísla H.F í elliheimilsmál eldri kayakræðara.
Víðines var fyrrum vistheimili fyrir fólk sem farið hafði hallloka í lífinu einkum ef áfengi var með í spilinu. Vistheimilið átti smá bát sem hafður var þar í voginum við Gunnunesið. Á þessum bát sóttu vistmenn sjó til fiskveiða inni á Sundum. Þessar sjóferðir voru taldar góðar í bataferlinu. Víðines liggur vel við sjó og væri klárlega gott elliheimili fyrir sjómenn . Og ef Gísli H.F verður þarna heimilisfastur einhverntímann þá verður gaman fyrir okkur Eldri ræðarahópinn að róa við og bjóða Gísla að taka róður með sínum jafnöldrum. Hjálpsemi mun eflaust einkenna hópinn. Svona þróast málin með jákvæðum hætti-hugmyndalega
Eldri kayakræðari undan Gunnunesi
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jan 2014 17:10 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Eldri ræðara róðrar.
Fram að þessu hef ég helst vilja vera samferða mér yngra fólki, en fellur svo reyndar alltaf vel að vera samferða þeim eldri þegar á reynir.
Þegar róið er í nánd við Víðineshælið hef ég stundum nefnt í spaugi að þar vildi ég vera síðar á elliheimili fyrir kayakmenn. Á góðum degi yrði manni vippað úr hjólastólnum í sjókeipinn, sem væri sjóklár á teinum í kjallara. Svuntunni er smellt á bríkina, árin gripin í hönd, upp rúllar bílskúrshurðin og svo hefst brunið niður í sjó, svipað og þegar straumkappar eru að renna sér fram af klettum út í á. Við venjulegan búnað um borð bætist fjarstýring, fyrir bæði sjósetningu og uppsetningu.
Víðines er til sölu: www.rikiskaup.is/til-solu/fasteignir/usal/15158
Áður en við verðum svona gamlir, þá getur Víðines verið ágætt félagsheimili.

Eftir að hafa skoðað ferðamyndir sumarsins 2013 nánar sé ég að Hofsstaðavogur er líklega betri staður fyrir sjótengda eldri borgara :)

Burtséð frá öllu gamni óska ég öllum félögum gæfu á byrjuðu ári.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2014 20:37 - 05 jan 2014 20:38 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Eldri ræðara róðrar.
Gott að fá þetta álit frá Örlygi.
Þegar minnst er á eldri ræðara innan Kayakklúbbsins koma þessi nöfn ósjálfrátt upp:

Páll Reynisson (held að hann sé fullgildur)
Þorsteinn Jónsson (held að hann sé fullgildur)
Reynir Tómas Geirsson
Gísli H. Friðgeirsson
Hörður Kristinsson
Sævar Helgason
Allir sama í ferð eða eftir atvikum tveir eða fleiri og þá aðrir ónefndir eða ónefndar með er bara spennandi og traust.
En það þarf að mynda grunn innan Kayakklúbbsins sem svona "Eldri ræðarahópur" byggir ferðir sínar á.
Það er verkefnið framundan.
Ég er á því að ofantaldir gætu myndað stjórn " Eldri kayakræðara"

Er þetta ekki bara að verða skemmtilegt ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2014 19:10 - 05 jan 2014 19:14 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Eldri ræðara róðrar.
Engar hindrarnir á vegum klúbbsins fyrir þessu ágæta framtaki. Eina hindrunin er neikvætt hugarfar. Haltu þessu lifandi og ekki dæma eldri ræðara úr leik fyrirfram. Það hefði enginn hringur verið farinn 2009 og engin bók komið 2013 ef hlekkir hugarfarsins...jájá þið eruð búin að ná þessu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2014 16:05 - 05 jan 2014 16:33 #7 by Sævar H.
Það er kannski ekki gerlegt að búa til svona“ Eldri ræðara hóp „ innan Kaykaklúbbsins.
Allskonar reglugerðir innan Kaykaklúbbsins hindra kannski að sá vettvangur sé í boði.
Og að fara að fella svona ferðir innan almennrar þátttöku – gerir sérþarfir eldri ræðara að engu- ferðirnar verða almennar.
Sennilega er best að þegar eldri ræðarar ætla að fá sér góðan róður á sínum forsendum- þá verði það upplýst á Korkinum að
ferð sé fyrirhuguð og þeim sem áhuga hafi á að slást í för- tilkynni sig í ferðina.
Ferðin er á forsendum eldri ræðara.
Til upplýsingar um svona eldri ræðara ferðir þá höfum við tveir vel fullorðnir ræðarar verið að róa svona ferðir sem henta vel hvað veðurfar, sjólag og hraða yfirferða og landkosti varðar – Sævar Helgason og Hörður Kristinsson.
Þær ferðir henta ekki öllum með þannig innihaldi.
En mjög góðar fyrir eldri ræðara.
Hér eru nokkrar ferðir birtar sem við höfum farið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins

Geldinganes- Viðey
plus.google.com/photos/11326675796839424...hkey=CMayi47ek_CxnAE

Geldinganes Þerney
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5965066010778715681

Löngusker
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5965425206090730881


Álftanes Hafnarfjörður
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5965425838756307489


Seylan
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5965429195649427249


Endilega umræðu .
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum