Fram að þessu hef ég helst vilja vera samferða mér yngra fólki, en fellur svo reyndar alltaf vel að vera samferða þeim eldri þegar á reynir.
Þegar róið er í nánd við Víðineshælið hef ég stundum nefnt í spaugi að þar vildi ég vera síðar á elliheimili fyrir kayakmenn. Á góðum degi yrði manni vippað úr hjólastólnum í sjókeipinn, sem væri sjóklár á teinum í kjallara. Svuntunni er smellt á bríkina, árin gripin í hönd, upp rúllar bílskúrshurðin og svo hefst brunið niður í sjó, svipað og þegar straumkappar eru að renna sér fram af klettum út í á. Við venjulegan búnað um borð bætist fjarstýring, fyrir bæði sjósetningu og uppsetningu.
Víðines er til sölu:
www.rikiskaup.is/til-solu/fasteignir/usal/15158
Áður en við verðum svona gamlir, þá getur Víðines verið ágætt félagsheimili.
Eftir að hafa skoðað ferðamyndir sumarsins 2013 nánar sé ég að Hofsstaðavogur er líklega betri staður fyrir sjótengda eldri borgara
Burtséð frá öllu gamni óska ég öllum félögum gæfu á byrjuðu ári.