Ég var að brenna tveim neyðarblysum, annað var útrunnið 2011 og hitt í ágúst s.l. Það er gott tækifæri nú í kvöld að æfa sig, ekki oft sem það er mögulegt. Ég var með hanska og hlífðargleraugu, enda ekki gott að vita hverni gamalt dót hegðar sér. Þau virkuðu gallalaust og birtan kom mér óvart enda stóð ég upphaflega í myrkri:
1) ég þurfti að bera hönd fyrir augun eins og ég væri óvart að líta beint í sólina.
2) leggurinn verður glóandi heitur og því eins gott að spenna handfangið vel fast og halda blysinu vel frá sér
3) halda því vel undan vindi til að forðast reyk og neistaflug.
Prófaði einnig litlar skotsólir og skaut öllum 9 skotunum, grænar - rauðar - hvítar, enda var mikið fallið á patrónur af seltu og þurfti að skafa hrúður af.
Svo er bara spurning hvar ég fær ný blys.