Tæknikeppni í Laugardalslaug?

07 jan 2014 15:14 - 07 jan 2014 19:39 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Tæknikeppni í Laugardalslaug?
Það er hægt að endurtaka tæknikeppnina frá þvi fyrra sem var við smábátahöfnina við Gullinbrú að einhverju leiti. Róðraleiðin er sundlaugin endilöng, 2-3 væru í brautinni í einu. Ein þraut í hverri ferð, og 180 gráðu snúningur í enda brautar til að hefja næstu þraut. Sá vinnur sem fær fæst refsistig og nær besta tímanum.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jan 2014 13:54 - 07 jan 2014 14:26 #2 by Gíslihf
Hvað er þetta mikill tími? Væri hægt að fá lánaðan lítinn sal til að skoða myndræmur (youtube o.fl.) og skoða tæknina saman?
Hvernig líst Lárusi á að vera með (sýni)kennslu í grænlenskum veltum?
Áratækniæfingar og þrautir gætu einni verið skemmtilegar, en takmarkast þó af stuttri braut. Dæmi: Setja má baujur og róa krappar beygjur, róa með árinni á aðra síðuna, snúa bát kringum ár án þess að lyfta blaðinu upp úr (Maggi er klár í því) o.fl.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jan 2014 13:34 #3 by Klara
Klúbburinn hefur fengið auka tíma úthlutað í Laugardalslauginni helgina 1.-2. febrúar fyrir keppnishald.
Keppnisnefnd óskar eftir tillögum frá félagsmönnum um það hvernig hægt er að nýta þessa aukatíma. Eigum við að reyna að finna einhvern til að vera með kennslu í veltum og hafa síðan keppni? Hver gæti kennt/dæmt? Eigum við frekar að horfa til almennar tæknikeppni? Getum við samnýtt tímann fyrir einhvers konar æfingar og síðan skemmtilega óformlega keppni í framhaldinu?
Það er ekki hægt að finna betri aðstæður fyrir okkur til að æfa ýmsa tækni en í sundlauginni. Nú er það í okkar höndum hvernig við viljum nýta þessa tíma.
Endilega sendið tillögur/hugmyndir á keppnisnefnd (klara@ksi.is) eða svarið hér á korkinum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum