Klúbbfélagar eldast

08 jan 2014 13:00 #1 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Klúbbfélagar eldast
Um ad gera ad rækta nýja rædara. Sama vandamálid hér í Noregi med nýlidun, sérstaklega í straumnum.

Gengur hægt.

Sumir eru thrjóskari en adrir. Ég sótti nýjan bát á pósthúsid í gær sem vonandi mun hjálpa mér á næsta level ;-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jan 2014 15:14 - 07 jan 2014 15:17 #2 by Gíslihf
Kayakklúbburinn er að eldast, þ.e.a.s. félagarnir. Klúbburinn er félag þar sem flestir eru miðaldra karlmenn. Allir eldast og nú má sjá á umræðu okkar á Korkinum að klúbburinn stefnir í að verða íþrótta- eða útivistarfélag eldri borgara. Það er gott mál og þarft, en ef endurnýjun er lítil þá mun hann enda með því að deyja úr elli! Ég mun ekki bjóða mig oftar fram á aðalfundi í nefnd um fræðslu eða æskulýðsstarf, slíkar nefndir hafa lengi verið andvana fæddar.

Mér kemur í hug að setja hér inn mynd af lítill afastelpu, sem ég á. Margir pabbar mundu segja, "ekki fikta í bátnum mínum", en hugsanlega sjá sumir sem eru orðnir afar einhvern annan boðskap í myndinni.

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum