Það voru sjö ræðarar sem komu í fyrsta sull ársins. Róið í 90 mínútur, í kringum Lundey. Voða gaman.
Þriðjudagsróðrar voru stofnaðir til styrktar Gísla hringræðara árið 2009 og gerðu sitt gagn því kallinn fór hringinn á Íslandsmeti í sínum aldursflokki og mætti í vinnuna daginn eftir. Ef þið trúið mér ekki, þá stendur þetta í bókinni Á sjókeip kringum landið, sem þið eigið að vera búin að lesa. Ekki fleira í bili.