Riaan til NY

19 feb 2014 17:42 - 19 feb 2014 17:43 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Riaan til NY
Í dag sendu Riaan og Vasti eftirfarandi skeyti:
WE HAVE JUST BEEN CAPSIZED.4M WAVE.WE OK.BOAT SOME DAMAGE
Síðan kom eftirfarandi:
WE ARE FINE.WET & BIT RATLD.
Loks þetta:
LOST SOME EQUIPMENT. RIAAN TROWN OUT. IHANGED ON.
Position: 21' 45.022 N 026' 30.610 W at 11:05 UTC

Riaan gerir stundum mikið úr hlutunum og kryddar vel í viðtölum og frásögnum, enda skemmtilegur sögumaður. Ég þori ekki að leggja þann dóm á í þetta sinn. Vonandi hefur hann komist um borð aftur!
Vindur er þarna nokkuð stöðugur 10 m/s og rekhraði án róðurs virðist vera tæpir 2 hnútar.
Þau róa eftir S-Afríku tíma þannig að þetta hefur gerst í hádeginu og ætla má að bátnum hafi slegið þverum meðan þau tóku hádegishlé. Það er ekki kalt að detta þarna í sjóinn, lofthiti um 30°C í hádeginu og sjávarhita trúlega ekki undir 20°C.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2014 18:24 - 09 feb 2014 18:26 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Riaan til NY
Nú hefur róðurinn staðið í um 40 daga og eru um 1133 km að baki miðað við reiknaða línu á stórhring milli upphafs- og lokahnita.
Heildartíminn fyrir þessa 10 þús. km verður þá áætlaður um eitt ár frekar en 120 dagar.
Það þýðir að þau ættu að vera við Karíbahafið í haust þegar fellibyljir fara á kreik!

Þetta er afrek það sem komið er, en mitt mat er þó að það dugi ekki til að komast alla leið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 feb 2014 09:17 - 03 feb 2014 09:25 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Riaan til NY
Það er forvitnilegt að fylgjast með slóð Riaans og Vasti sem eru nú byrjuð 3ja róðrardag suður frá Kanarí. Rek undan hagstæðum vindi í nótt var 22 sjómílur (nm) og meðalhraðinn 1,7 hnútar (kn). Vindur þarna virðist vera 9 kn eða tæplega 5 m/s þannig að rekhraði er nálægt 20% af vindhraða. Nú þegar þau virðast vera farin að róa er hraðinn 2,8 kn, það má því ætla að þau geti mest róið móti um 7 m/s vindi.

Ég hef reyndar ekkert reiknilíkan til að meta þetta, en þetta kemur út með einföldum hlutfallsreikningi til að finna vindhraða sem gæfi rek upp á 2,8 kn. Það mætti gera tilraun með því að mæla róðrarhraða í logni og athuga svo hve mikinn vind þarf til að ná sama rekhraða. Sjólagið flækir þetta þó, vindálag á árar og að erfitt er að nýta áralag vel móti öldu.
Svo er spurnin hvort munur er á kayakróðri og tveggja ára róðri en lögun báts fyrir ofan sjó ræður mestu um vindálagið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 feb 2014 21:51 - 01 feb 2014 21:52 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Riaan til NY
Riaan og Vasti eru nú farin frá Fuertuventura (Kanarí) og næsti áfangastaður ætti að vera Grænhöfðaeyjar. Það er langt, um 1000 sjómílur. Róðurinn í dag hefur gengið vel. um 45 km eða 27 nm á 10 klst. Ef við deilum þeirri vegalengd upp í leiðina til Grænhöfðaeyja verða það 37 róðrardagar.
Slóð á leiðarkortið: my.yb.tl/TM2NY
Ef við skoðum svo vindakort af svæðinu er það afar hagstætt, ef þetta væri skúta mætti bara fara í sólbað.
Slóð á vindakortið: earth.nullschool.net/
Tvísmella á svæðið til að stækka myndina og sjá hnit og vindhraða.
Vindur er um 6 m/s á Kanarí og fer vaxandi upp í 10 m/s á Grænhöfðaeyjum og það sést að vindlínur liggja þarna á milli, að vísum í litilsháttar sveit til meginlands Sahara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jan 2014 22:39 - 15 jan 2014 10:01 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Riaan til NY
Við nánari skoðun á leiðarferlinum hjá þeim hjúum þá virðist sem þau séu að nýta sér rek án róðurs (að mestu) en taka svo svona 10-15 km harða róðrarspretti inni á milli. Gulu ferlanir og misjafnar lengdir þeirra finnst mér benda til þess. Að þau séu að finna gildi þeirra strauma sem leið liggur um og síðan vindrek eftir föngum. Það hvessti rækilega rétt áður en þau náðu Canayeyjum og þá gegnt straumi . Það setti þau úr leið. Rekakkeri gagnast aðeins í vindi en er óvirkt á straum- allt á floti verður hluti straumsins.
Þetta eru svona eigin vangaveltur og um að gera að að hafa gaman af. Við höldum áfram að fylgjast með haldi þau för áfram frá Canary. Vonandi fréttir Riaan ekki af því .

Ps. Kannski er frúin bara að að dóla á árunum þegar stutt er milli bláu púnktanna-þ.e vegalengdir eru stuttar /tíma.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jan 2014 21:27 #6 by Gummi
Replied by Gummi on topic Riaan til NY
Mér finst nú þessi pólski eðal-nagli vera mun meiri gaur en þessi Riaan.
Minnir meira á naglan okkar hann Gísla sem dólaði sér kingum landið með söl og sláturkeppi í nestisboxinu.

newswatch.nationalgeographic.com/2014/01...kayaking-expedition/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jan 2014 19:43 - 13 jan 2014 19:44 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Riaan til NY
Eins og kemur fram á linknum hans Gísla þá hafa þau vind og strauma með sér. Þetta hefur verið reynt nokkrum sinnum áður.:

apaddleinmypack.wordpress.com/2011/06/29/lindemann-and-bombard/

Betra að þessir ofurhugar haldi sig sunnar á hnettinum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jan 2014 14:33 - 12 jan 2014 14:39 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Riaan til NY
Þau eru komin til Arrecife á eyjunni Lanzarote eftir tveggja vikna sjóferð.
Í útvarpsviðtali var Riaan spurður hvort þau fengju einnhverja hjálp á leiðinni, sem hann kvað ekki vera, hvað þau gætu talað um þegar þau væru svona lengi ein saman og hvort þau yrðu ennþá par þegar þau væru komin til Karíbahafs á leið til NY! Þeir geta verið leiðinlegir þessir fréttamenn.
Svo var spurt um óveðrið, og Riaan gerði mikið úr vonsku sjólagi. Ég er þó hræddur um að það geti orðið verra á þessari löngu leið. Ég skoðaði ótrúlega skemmtilega vindamynd af jörðu sem þið getið séð hér: earth.nullschool.net/
Þarna má t.d. sjá að öflugasta lægð á jörðu nú (12.jan'13) er sunnan við Ísland. Þegar mest var um daginn norðan við Kanary virtist mér vindurinn vera undir 10 m/s en það kann að hafa verið verra.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jan 2014 21:25 - 10 jan 2014 22:18 #9 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Riaan til NY
Ef skoðaðir eru bláu púnktarnir á gula ferlinum sem er væntanlega róðrarlínan. Þá er mjög mislangt milli þessara bláu púnkta. Þeir marka væntanlega farna vegalengd milli tveggja púnkta /tíma. Víða er mjög lítil vegalengd milli púnktanna en annarstaðar er mjög löng vegalengd á milli. Ég er svo tortrygginn á kallinn að fyrir mér sýnist sem að hann sé í samfloti við vélbát sem taki hann í tog á góðum hraða - öðru hverju og á meðan hvílist hjónin og njóti lystisemda lífsins um borð- eða hreinlega sofi. Nú hef ég svo langa reynslu við aflestur svona ferla og haft nokkuð hátt hlutfall réttra ályktana af þeim vísbendingum sem svona bendingar gefa.- ég kemst allur í gamla gírinn við að skoða svona feril. Svei mér ef þetta vekur ekki áhuga fyrir ferðalaginu og ráðningu á þessum mjög svo misvísandi tímapúnktum /vegalengd

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jan 2014 19:43 #10 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Riaan til NY
Sjá slóðina my.yb.tl/TM2NY

Ég veit ekki hvaða tæki hann er með, en það er eitthvað svipað og SPOT, en virðist aukalega vera með Blog-möguleika, þ.e. að skrifa textaskilaboð.

Nú virðist kúrsinn vera orðinn réttur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jan 2014 16:05 #11 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Riaan til NY
Er hann með Spot tækið opið ? Hann lokaði fyrir svoleiðis í Íslandsförinni þegar hann áttaði sig á að fylgst var með honum. En stundum opnaði hann það ef fjölmiðlaveisla var í gangi eins og róðurinn frá Garði á Akranes og róðurinn frá Rifi í Rauðasand. En á báðum þessum róðrum var hann umkringdur aðstoðarbátum og kvikmyndatökuliði..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jan 2014 14:50 #12 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Riaan til NY
Nú er þetta farið að verða spennandi. Trakkið síðan í gær sýnir stefnu til NV í stað SV og ég skoðaði ég Facebókarsíðu þeirra: "Take Me 2 New York" sett í leitarglugga á Fésbók.

Þá kemur fram að þau hafa lent í roki og rekankeri slitnað frá þeim (líklega í nótt) og þetta er rek undan vindi. Nú er lægðarmiðja yfir Kanary og vindur því af SA þar fyrir norðan.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jan 2014 22:23 #13 by Orsi
Replied by Orsi on topic Riaan til NY
Hann fer létt með þetta. Maðurinn er í hörkuformi og hann sýndi í Íslandsförinni að hann klárar sín dæmi.

Sá sem dregur tönn úr sjálfum sér með Leatherman í óbyggðum er ekki að hringja á vælubílinn fyrr en pírenafiskar eru búnir að narta sig upp að hnjám.
Það er bara þannig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jan 2014 20:03 #14 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Riaan til NY
Ég trúi litlu um ævintýri þessa manns. Í raun ekki neinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jan 2014 15:17 - 09 jan 2014 15:24 #15 by Gíslihf
Riaan til NY was created by Gíslihf
Eins og fram hefur komið er Riaan Manser lagður af stað með konu sinni Vasti frá Afríku til New York.
Þau eru nú á leið frá hafnarborginni Agadir í Marokko, sem mörg okkar muna vegna jarðskjálfta fyrir nokkrum árum, í SV-átt til Kanary. Síðan er meiningin að róa áfram suður til Grænhöfðaeyja og síðan vestur yfir Atlantshaf til Barbados við Karíbahaf og síðan norður til NY.
Vegalengdin er yfir 10 þús. km. eða nær fimm sinnum umhverfis Ísland og til þess áætlar hann 120 daga eða eins og einn Íslandshring á 24 dögum og 80 til 90 km á dag. Sjá síðuna:
riaanmanser.co.za/pages/expeditions.php
Þetta er annaðhvort óraunsæi, reikniskekkja eða prentvilla, jafnvel þótt árstíðabundinn straumur og staðvindur geti hjálpað til. Nú eru þau búin að róa frá því að morgni 30.des og gætu náð til Kanarí á morgun og mér virðist meðalvegalengdin hafa verið um 40 km á dag, sem er ágætt, og nálægt því sem ætla mætti. Sjá leiðina, ath tíminn er kl. í Jóhannesarborg sem er okkar tími + 2 klst:
my.yb.tl/TM2NY
Ég hef hikað við að gerast Facebókarvinur þessa ævintýris eða senda hammingjuóskir við brottförr vegna þess að í hreinskilni sagt líst mér ekki á uppátækið. Honum er örugglega alveg sama um það. Riaan hefur þó sýnt fyrr að hann er ótrúlega seigur en við hér heima vitum þó að hann var með mikið hjálparlið og nú skrifar hann að þau verði ein og án hjálpar. Ég trúi því ekki alveg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum