Breyttar kröfur BCU fyrir kennara

16 jan 2014 10:30 - 16 jan 2014 11:30 #1 by Gíslihf
Eins og við þekkjum gilda engar reglur eða kröfur hér á landi um þá sem kenna kayakróður.

Bretar (BCU) hafa farið fram á færni bæði fyrir kanó og kayak, 2* sameiginlega og 3* í amk annarri greininni, áður en hægt er að fara í þjálfun og próf til að kenna byrjendum (Level 1 Coach). Nú er þetta breytt, þannig að þeir sem vilja kenna byrjendum alhliða eins og verið hefur þar (sjókayak, straumkayak og kanó f. vötn og straum) þurfa 3* í báðum greinum. Þeir sem nú vilja kenna aðeins aðra greinina, geta látið 3* í þeirri grein duga.
Ef einhver heldur að við í Kayakklúbbnum förum eftir BCU kerfinu þá er það ekki rétt, það hefur verið viðmiðun í því sem okkur hefur þótt henta.
Mér barst e-mail frá Kim Bull um þetta efni og reyni að hengja efni þess hér við á textaskrá.
Vefsiða hjá Kim er
kimbull.co.uk/

File Attachment:

File Name: Kim-BCU-coaches.txt
File Size:1 KB
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum