Og nú er komið að sögustund eftir innlegg Gísla H.F:
Ég er nú vel kunnur hafinu bæði í blíðu og stríðu.
Eins og fram kom í bók Gísla H.F þá hóf ég farmennsku aðeins 17 ára gamall og sigldi fyrstum sinn um strandlengju Íslands en síðan um heimshöfin-suður til Suður Ameríku , austur í botn Svartahafs - Norður Íshafið- til meginlands Ameríku og suður í Mexicóflóa- nokkuð víðförull orðinn ,rúmlega tvítugur.
Það var bæði siglt í logni og síðan í bland við fárviðri.
Og hrikalegasta sjólag sem ég hef lent í var suður af Nyfundnalandi í desembermánuði á leið frá Frakklandi til Texas.
Ölduhæðin í þessu ofsaveðri var yfir 30 metra og varð okkur þung í skauti.
Hluti af lunningu skipsins brotnaði upp í einu heljarálaginu og setja varð á hægustu ferð móti stórsjónum.
Á fjórum sólahringum rak okkur til baka undan veðrinu um 400 sjómílur – þá hafði veðrinu slotað það mikið að við gátum farið í að skera lunningardræsuna frá og í hafið—já- við ég og yfirvélstjórinn vorum bundnir við formastrið meðan athöfnin fór fram. Og að því loknu var hægt að setja aftur á fulla ferð.
Þannig að ég hef ýmsan sjóinn sopið- en blíðan eins og við Hörður fengum í gær var í raun-himnesk.
Skoðiði bara myndirnar.