Hringiður og svelgir

19 jan 2014 14:34 - 19 jan 2014 14:35 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringiður og svelgir
Þetta er heldur of rosalegt til að höfða beint til mín.
Sá guli, margreyndi Riot Magnum straumkeipur, sem ég keypti af þér, hefur verið að safna sagi og ryki frá því síðasta sumar, en það var gaman að sjá hann á myndskeiði þínu úr Tugufljóti.
Mér líður ekki vel í veltum á honum, það er eins og hann sitji of laust á mjöðminni og ég losna úr sætinu. Gott væri ef einhver gæti hjálpað mér að "fitta" hann betur að mér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jan 2014 21:59 #2 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Hringiður og svelgir
Hef aldrei lent í sérstaklega stórum svelgjum. Þeir þurfa samt ekki að vera stórir til að maður finni þá toga í bátinn.

Eitt af því sem mér finnst hvað mest heillandi er akkúrat þetta með að nýta sér það sem er að gerast í ánni til að ferðast um hana. Þeir bestu í þessu eru yfirleitt slalom ræðarar.

Á fjórðu mínútu í þessu myndbandi sést hversu stórir svelgirnir geta orðið. Íslandsvinurinn Steve Fisher sogast ofan í einn risavaxinn en sleppur sem betur fer út.



Hvernig er það annars Gísli, ertu eitthvað að nota þann gula?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jan 2014 18:59 - 18 jan 2014 19:01 #3 by Gíslihf
Brúin yfir ána Tyne í bænum Corbridge (England) er hlaðin steinbogabrú frá 1674. Milli tveggja stólpa hennar er mikil hringiða. Þegar Kim Bull fór með mig þangað í kanóþjálfun skellti hann sér yfir á undan mér og sagði mér svo að koma til sín. Það tókst með nokkru fáti og átökum og lítils háttar svima að fara yfir miðja hringiðuna. Hann var ekki sáttur og sendi mig fram og til baka. Í þriðju ferðinni áttaði ég mig á að "taka mér far" með hringiðustraumnum. Þá þufti nær ekkert að róa, aðeins að "fara út" á réttum stað. Þá brosti Kim breitt og hrópaði "Now I see something I like!" en þannig kennir hann gjarna.
Nú, meðan ég er í löngu róðrarhléi hef ég lítið annað við að vera en lesa stjörnufræði, ljóð, þýskar smásögur o.fl. Þar rakst ég á hugmyndir heimsmyndarfræðinga (cosmologists) um löng ferðalög um geiminn. Þar var mælt með nákvæmlega þessari aðferð. Að stefna geimfarinu í hringiðuna á þyngdarbrunninum umhverfis svarthol og taka sér far eftir "hæðarlínum" brunnsins.
Svarthol eru þó líkari svelg en hrekklausri hringiðu og sá sem fer inn fyrir "dauðamörk" (event horizon) á aldrei afturkvæmt. Er þetta ekki líkt með svelgi í sumum hættulegum ám?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum