Hef aldrei lent í sérstaklega stórum svelgjum. Þeir þurfa samt ekki að vera stórir til að maður finni þá toga í bátinn.
Eitt af því sem mér finnst hvað mest heillandi er akkúrat þetta með að nýta sér það sem er að gerast í ánni til að ferðast um hana. Þeir bestu í þessu eru yfirleitt slalom ræðarar.
Á fjórðu mínútu í þessu myndbandi sést hversu stórir svelgirnir geta orðið. Íslandsvinurinn Steve Fisher sogast ofan í einn risavaxinn en sleppur sem betur fer út.
Hvernig er það annars Gísli, ertu eitthvað að nota þann gula?