Eldri ræðarar í flottum róðri

20 jan 2014 19:39 #1 by Ingi
eru þið þá ekki aktívistu ræðarar í Janúar. Það er nú flottur titill. : "Janúar piltar Kæjakklúbbsins". :/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jan 2014 16:54 - 21 jan 2014 12:14 #2 by Sævar H.
Nú ýttum við Hörður K og ég úr vör í Geldinganesinu kl. um 11:00 þann 20.1.2014
Fyrirhugað var að taka hring frá Geldinganesinu austanverðu um Þerneyjarsund og inná Kollafjörð og síðan vestur fyrir Þerney og Geldinganes heim. Þetta gekk eftir.
Veður var fremur þungbúið og nokkur austankaldi. Hiti um 3 °C.
Nokkur strengur var á Kollafirði og kröpp alda.
Við tókum land í Djúpuvík á norðanverðu Álfsnesi og höfðum kaffipásu.
Myndarlegur selur sýndi listir fyrir utan - lagðist á bakið og veifað til okkar með afturhreifunum. Við vinkuðum á móti.
Þegar við erum að fara fyrir Höfða á Álfsnesinu hefjast þvílíkar skotdrunur frá Skotæfingasvæðinu sem þarna er að við áttum von á hríðardembu á okkur þá og þegar.
Það var hraustlega róið frá hættusvæðinu.
Nokkur vestanundiralda var í bland við austan kulið.
Þetta varð um 15 km róður hjá okkur.
" Undir háu hamra belti" í Djúpuvík




Myndir og kort
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum