Félagsróður 25. janúar

27 jan 2014 19:21 - 27 jan 2014 19:50 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Félagsróður 25. janúar
Félagi minn gleymdi svuntu og áralúffum við sturtuna í aðstöðunni á laugardaginn. Fann svuntuna hans á slánni og lúffur sem pössuðu við lýsinguna ofan á Sjóvá tösku inní gám.
Er ekki 100% viss um að ég hafi tekið réttar lúffur en þessar voru af gerðinni Yak, rakar og því örugglega notaðar á laugardaginn.
Ef þessar lúffur eru teknar í misgripum bið ég þann sem á þær að láta vita

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jan 2014 18:26 - 26 jan 2014 18:37 #2 by Stefán Alfreð
Tók saman smá myndband af róðrinum.

kv.
Stefán Alfreð (SAS)

Er enn að reyna að læra á þessa myndavél :-)



slóðin : youtube.com/watch?v=bPBZpoS2K1g

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jan 2014 19:28 - 25 jan 2014 19:30 #3 by Þóra
Replied by Þóra on topic Félagsróður 25. janúar
19 bátar á sjó í dag í þessu líka fína veðri. Flest andlitin hafði ég séð áður en nokkur sjaldgæfari sáust. Það er nú frekar undantekning en regla að vindur sé undir 5m /sek og hiti nokkuð yfir frostmarki í janúar, en um að gera að grípa tækifærið. Róið var samkvæmt plani suður fyrir Viðey að Viðeyjarstofu, þar var boðið upp á að halda áfram eða snúa við. Flestir héldu áfram en 8 snéru við og héldu heimleiðis. Undirrituð snéri við en frétti af skemmtilegri undiröldu vestan við Viðey sem einhverjir nýttu vel.
Takk fyrir fínan félagsróður.
Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jan 2014 16:24 - 25 jan 2014 16:14 #4 by Sævar H.
Það er gott veðurútlit með fyrramálið . Spennandi að mæta til Félagsróðurs. :-)
Sleppti Félagsróðri vegna vestan sjólags inn Flóann

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2014 09:30 - 25 jan 2014 19:33 #5 by Klara
Veðurspá fyrir laugardaginn lofar góðu, vindur innan við 5m/s (SA) og hiti rétt yfir frostmarki. Það er ekki hægt að biðja um betra veður í janúar.
Ef spáin gengur eftir verður róin hefðbundin Viðeyjarhringur, en ef aðstæður breyast á einhvern hátt verður farin styttri leið. Allt eftir mati róðrarstjóra, sem á laugardaginn verður Þóra Atladóttir.
Sjáumst á laugardaginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum