Við vorum aðeins 8 sem mættum og tókum þátt í þessum æfingum. Þau sem mættu voru Perla, Klara, Ellen, Gísli Hf, SAS, Maggi, Daníel og Hörður. Gunnsó og Eymi kíktu á kappsfulla þátttakendur, en höfðu ekki tök á að vera með vegna annarra starfa.
Þrautunum var skipt upp í 4 umferðir, þar sem hver umferð var ýmist 2 ferðir yfir laugina eða 4 ferðir. Í hverri ferð var ein þraut leyst. Þrautirnar voru fjölbreyttar, róður með höndunum, með áratökum frá aðeins annari hliðinni, aftur á bak og áfram, velta áralaus þ.a. hálf ár var sótt undan teygjum í kafi og síðan notuð í veltunni, cowboy entry fyrir framan mannop og koma sér síðan í mannopið og snúa sér þar í hálfhring og setja á sig svuntuna, 2 hringróðrar afturábak með bakka laugarinnar, róður sitjandi ofan á bátnum fyrir aftan mannop ofl. Og af sjálfsögðu var svo hver þraut krydduð með smá keppnis.
Í dag, sunnudag var svo hefðbundin sundlaugaræfing,með góðri mætingu. Ekki varð úr æfingunni sem var kynnt fyrr í vikunni,þ.e. forward paddling, þ.s. engir voru nýliðarnir eða minna vanir.. Góðri kayakhelgi lokið, með félagsróðri, þrautakongi og sundlaugaræfingu.
N.k fimmtudag er aðalfundur Kayakklúbbsins, hvetjum alla til að mæta.
Í félagaróðrinum n.k. laugardag, blótum við svo þorra með þorrasnakki, hákarli og brennivíni.
kv
Sundlaugarnefndin