1-2 feb: Þrautakongur og tækniæfingar

02 feb 2014 21:25 - 02 feb 2014 21:30 #1 by SAS
Við vorum aðeins 8 sem mættum og tókum þátt í þessum æfingum. Þau sem mættu voru Perla, Klara, Ellen, Gísli Hf, SAS, Maggi, Daníel og Hörður. Gunnsó og Eymi kíktu á kappsfulla þátttakendur, en höfðu ekki tök á að vera með vegna annarra starfa.

Þrautunum var skipt upp í 4 umferðir, þar sem hver umferð var ýmist 2 ferðir yfir laugina eða 4 ferðir. Í hverri ferð var ein þraut leyst. Þrautirnar voru fjölbreyttar, róður með höndunum, með áratökum frá aðeins annari hliðinni, aftur á bak og áfram, velta áralaus þ.a. hálf ár var sótt undan teygjum í kafi og síðan notuð í veltunni, cowboy entry fyrir framan mannop og koma sér síðan í mannopið og snúa sér þar í hálfhring og setja á sig svuntuna, 2 hringróðrar afturábak með bakka laugarinnar, róður sitjandi ofan á bátnum fyrir aftan mannop ofl. Og af sjálfsögðu var svo hver þraut krydduð með smá keppnis.

Í dag, sunnudag var svo hefðbundin sundlaugaræfing,með góðri mætingu. Ekki varð úr æfingunni sem var kynnt fyrr í vikunni,þ.e. forward paddling, þ.s. engir voru nýliðarnir eða minna vanir.. Góðri kayakhelgi lokið, með félagsróðri, þrautakongi og sundlaugaræfingu.

N.k fimmtudag er aðalfundur Kayakklúbbsins, hvetjum alla til að mæta.

Í félagaróðrinum n.k. laugardag, blótum við svo þorra með þorrasnakki, hákarli og brennivíni.

kv
Sundlaugarnefndin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 feb 2014 21:09 - 01 feb 2014 21:11 #2 by Gíslihf
Þetta voru ágætar æfingar og þrautir sem Maggi lagði fyrir okkur, en sú fyrsta var nokkuð brött.

Fyrst átti að henda sér af bakkanum á skut bátsins, snúa sér ofan á mannopinu, setjast, róa aftur á bak með árinni á annan veginn, setjast upp á dekkið með fætur í botninum framan við sætið og róa þannig til baka. Ekki man ég að veltur hafi verið fyrirskipaðar en þær komu óboðnar hjá mér, enda ekki vanur að sitja ofan á dekkinu við róður. Það hlýtur þó að vera afar mikilvægt fyrir þá sem taka of mikil þægindi og nesti með sér í langróðra þannig að ekki lengur pláss fyrir þá í mannopinu:)

Best að kíkja betur á þetta á morgun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 feb 2014 20:22 #3 by Gunni
... og tækniæfing meira að segja líka

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 jan 2014 08:42 #4 by SAS
Til að taka af allan vafa, þá er rétt að taka það fram að félagsróðurinn fellur EKKI niður. Morgundagurinn verður pakkaður hjá vonandi mjög mörgum, byrjar á félagsróðri kl 09:30, þrautum í Laugardaglslauginni kl 15:00 og endar í heita pottinum,

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jan 2014 22:17 #5 by Gíslihf
Fínt að kikja á þetta - góð endurhæfing eftir nær 5 mán. fjarveru.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jan 2014 21:58 #6 by SAS
Ætlar þú ekki að mæta og taka þátt?

Þrautirnar verða settar upp þ.a. þær henti sem flestum, t.d. "Cowboy reentry", bakka yfir laugina, róður þ.a. árin er eingöngu notuð á annari hliðinni, snúa kayakinum við í enda brautar, snúa sér í hring ofan á bátnum ofl

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jan 2014 09:15 #7 by SAS
Sundlaugarnefnd ætlar að standa fyrir hittingi í Laugardalslauginni um næstu helgi, þ.e. laugardaginn 1. feb og aftur sunnudaginn 2 feb.

Á laugardeginum mætum við kl. 15:00 í Laugardalslaugina. þar sem boðið verður upp á þrautabraut. þátttakendum gefst kostur á að leysa nokkrar einfaldar þrautir á kayakinum. Nánari útfærsla verður kynnt á staðnum, en þetta verða þrautir og tækniæfingar sem henta öllum. Það fá allir að synda :-) Við viljum sjá metmætingu og þátttöku í þessu með okkur.

Á sunnudeginum er hefðbundin sundlaugaræfing, en á æfingunni er ætlunin að byrja aftur með tækniæfingarnar sem voru í boði í fyrra. Þetta eru tækniæfingar sem henta minna reyndum ræðurum og nýliðum og kosta ekkert. Æfingarnar verða ca í 20-30 mín, og ætlunin er að bjóða upp á þessar æfingar á næstu sundlaugaræfingum. Næsta sunnudag verður farið yfir helstu atriði í "Forward Paddling".

kv
Sundlaugarnefnd

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum