Félagsróður 01.febrúar

02 feb 2014 22:41 #1 by Egill Þ
Replied by Egill Þ on topic Félagsróður 01.febrúar
Það voru átta vaskir ræðarar sem mættu í félagsróður. Vindur var minni en spáð hafði verið og aðstæður til róðurs ágætar. Róið var umhverfis Geldinganes og út í Fjósakletta. Félagsróðurinn var í styttra lagi þar sem sumir ætluðu á Þrautakóng í Laugardalslaug. Á leiðinni var tekin björgunaræfing þar sem tveir ræðarar fóru samtímis í sjóinn.

Ræðarar voru: Lárus, Klara, Eyþór, Þorbergur, Gummi, Palli, Bergþór og Egill

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 jan 2014 16:00 #2 by Egill Þ
Það verður hefðbundinn félagsróður á laugardag áður en félagsmenn fjölmenna á Þrautakóngsæfingar í Laugardaslaug (kl. 15).

Veðurspáin fyrir laugardag spáir hvössum vindi (10-15 m/s) af ANA-NA og hita um 3°C. Flóð er í Reykjavík kl. 7:14 (4,7m) og fjara um 1:33 (-0,1m). Sjávarhiti í Reykjavíkurhöfn er nú um 2°C.

Róðrarleið verður ákveðin á staðnum í samræmi við aðstæður. Valin verður róðrarleið sem hentar öllum þátttakendum.

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum