Þorrablótsróður 8. feb

12 feb 2014 20:07 - 12 feb 2014 20:17 #1 by Össur I
Replied by Össur I on topic Þorrablótsróður 8. feb
Tek undir það hörku róður. Flott að hafa svona þorraveislu í restina. Glæsilegt
Takk fyrir mig

Video úr róðri

Sé að ég þarf að hækka vélina svoldið :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2014 15:12 - 08 feb 2014 19:07 #2 by Sævar H.
Ekki varð af þátttöku hjá mér. Veðurspáin á Belging í gærkvöldi réð því.
Ég taldi ganga á með vindsveipum miklum af norðri.
Og svona var Esjan kólguhlaðin þegar ég kom á Geldinganesið uppúr kl 10. bátlaus.
En 20 ræðarar höfðu lagt upp og komu til baka uppúr kl 11.
Þá tók ég nokkrar myndir og fylgja þær hér með.
Og svo var mér boðið í þorramat af hágæða sortum.
Gaman að þessu
Svona var Esjan vingjarnleg í norðanáttinni

Myndir ( búið er að opna aðgang ,public)
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5978042567657016433

Góða skemmtun
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2014 13:43 #3 by Gummi
Replied by Gummi on topic Þorrablótsróður 8. feb
Þetta var fínn róður í eðal félagsskap með góðum endi í aðstöðuni.
Takk fyrir mig :)

Hér eru svo nokkrar myndir úr róðrinum.
plus.google.com/u/0/photos/1171820017015.../5978022643221107825

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2014 09:07 #4 by eymi
Replied by eymi on topic Þorrablótsróður 8. feb
Jæja gott fólk, eins og komið hefur fram hjá SAS hlotnast mér sá heiður að vera róðrarstjóri þennan þorrablótsróður. Veðurspáin er nokkuð rólyndisleg að sjá, 2 - 6 metrar af norðan og hiti rétt yfir frostmarki og því mætti auðveldlega velja hvaða hefðbundnu róðrarleið sem er á Sundunum okkar. En þar sem við ætlum að eyða smá tíma eftir róður við það að gæða okkur á Þorramat og skola jafn vel niður með einu rammíslensku brennivínsstaupi þá hef ég ákveðið að fara með ykkur bara einn einfaldan Geldinganeshring og sjósetjum austan megn á Eyðinu.
Minni ykkur sérstaklega á að muna eftir áralúffum og góðum höfuðbúnaði.
Mitt mottó hefur verið að fara aldrei á sjó án þess að taka eina veltu, og ég mun hvetja alla til einhverra slíkra æfinga einhvers staðar á leiðinni :)

Sjáumst hress, Eymi
The following user(s) said Thank You: Klara

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2014 19:05 #5 by SAS
Við blótum þorranum í næsta félagsróðri. Í lok róðurs verður þorrasnakk í boði Kayakklúbbsins.
Eymi róðrarstjóri kemur með nánari lýsingu á róðrinum þegar líður að helginni.
Veðurspáin lofar góðu, stefnir í ágætist vordag og stefnir í hörkumætingu
kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum