Viðeyjarhringur - Áskorun

11 feb 2014 21:19 #31 by Icekayak
Hörkuflott framtak hjá ykkur, einmitt svona lagað sem ýtir við fólki.
Ein spurning: Heldur klúbburinn utanum fjölda róinna km, hjá félagsmönnum eða eru menn og konur ennþá að gera það hver fyrir sig ?

Með kveðju frá Danmörku
Fylkir Sævarsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2014 20:30 #32 by Orsi
Replied by Orsi on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Ég réri þetta í dag.
Meðalhraði var 8,9 km.
Max hraði var 12,3 km.
Tíminn var 73 mín

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2014 15:41 - 11 feb 2014 15:42 #33 by Hilmar
Replied by Hilmar on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Bendi á einfalda lausn með mælingar fyrir þá sem eru með andreoid síma. þá eru til öpp sem gera þetta og mæla mestahraða/minnstahraða/meðalhraða og vegalengdir og eru einnig tengd við gps kerfi og gefa mynd af róðrarleið, sum meir að segja ljósmynd úr lofti. Og möguleika að halda utanum þetta og deila með öðrum félögum. Ég nota til dæmis Sports Tracker og er með Samsung XCover 2 síma,högg og vatnsheldur, sem kostar nú 43.995 í Elko og er frábær sími fyrir okkur kayakfólk. Bara svona smá fróðleikur frá mér, efluast þekkið þið þetta allt. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2014 08:27 #34 by Sævar H.
Sorry, hélt að þetta ætti að vera svona einhverskonar keppni .
En þetta er bara ætlað sem hefðbundin róður um Viðey sem er bara frábært.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2014 08:22 #35 by SAS
Replied by SAS on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Sælir

Að sjálfsögðu dugar einföld tímamæling, en gps skilar miklu ýtarlegri mælingum og ekki gleyma að þú ert í keppni við sjálfan þig ekki aðra. Við höfum keppnir félagsins þegar keppt er við aðra félaga.

Ekkert mál Palli, skal prófa Viðeyjar áskorunina á Valley Aquanaut Club síðar í vikunni,

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2014 20:21 #36 by palli
Replied by palli on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Hef engar áhyggjur af sönnunarbyrði þegar kemur að því að kayakfélagar mínir segist hafa gert eitthvað. Treysti þeim alveg til að vera ekki svo plebbalegir að ljúga til um svona lagað. Og Viðeyjarhringur er bara Viðeyjarhringur, þarf ekkert GPS track til að skera úr um það.

Það væri líka skemmtileg viðbót við þessa áskorun að róa í bærilega stilltum sjó á klúbbbáti með klúbbár. Skora hér með á málshefjanda, SAS, að fara slíkan hring til viðmiðunar - enda er hann engin mélkisa þegar kemur að kappróðri.

Það mætti halda sérstaklega utan um bestu tíma á Viðeyjarhring á klúbbbúnaði og þeir sem hafa áhuga á að tékka á róðrarformi gætu smellt sér einn hring og fengið úr því skorið.

Þetta býður upp á alls konar vinkla greinilega :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2014 19:14 #37 by Sævar H.
Það er sönnunarbyrðin. Hvaða leið var farin og á hvaða tíma ? Þar getur GPS eitt svarað . Eða er það ekki.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2014 14:40 #38 by palli
Replied by palli on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Flott áskorun - ætla að hunskast í þetta við tækifæri.

Sé reyndar ekki að GPS tæki sé nauðsyn. Það gefur þó meiri upplýsingar. GPS laus ræðari með skeiðklukku ætti að fá heilmikið út úr þessu líka ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2014 13:39 #39 by Orsi
Replied by Orsi on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Stekk á þetta. Tek einn hring á morgun fyrir þriðjudagssull. Set markið á segjum 01:13: 00.00.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2014 12:18 #40 by SAS
Replied by SAS on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Eins og segir í fyrstu setningunni í fyrsta póstinum á þessum þræði, þá er þetta áskorun til að bæta eigin tíma., þú ert í keppni við sjálfan þig, ekki keppni við aðra. Heppilegast er að nota sama bátinn, sömu árina til að fá betri samanburð um eigin bætingu. Veðrið spilar inn í þetta, þ.a. það er spurning hvort við ættum að gefa upp vindstyrk og stefnu þegar róðurinn fer fram.

Höldum þessum þráði lifandi til að byrja með, hver og einn skráir tölurnar sínar með því að svara þessum þræði,. Ef þátttakan verður góð, þá má flytja skráningarnar yfir í t.d. excel skjal sem er aðgengilegt öllum.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2014 11:37 - 10 feb 2014 11:37 #41 by Sævar H.
Þetta er flott.
Grunnurinn er GPS tæki og síðan útskrift af því - bæði með róðrarferli ,vegalengd og tíma.
Þá er klár sönnun fyrir hringförinni.
Snjallt.
Enginn eftirlitsaðili og tímavörður.
GPS útskrift að hring loknum er dómarinn.
Það væri síðan upplagt að hér á vefnum væri skráningarsíða - þar sem fram kæmi þessi GPS útskrift /keppanda.
Þetta er bara spennandi .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2014 11:23 #42 by Ingi
Replied by Ingi on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Þetta hlljómar vel. Á svo að tilkynna tímann hér?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2014 08:59 #43 by Klara
Replied by Klara on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Ég er með, á reyndar ekki von á því að bæta þinn tíma á Romany með grænlenska ár en mun reyna að bæta minn eigin tíma. Góð hugmynd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2014 23:11 - 09 feb 2014 23:37 #44 by SAS
Datt í hug að við settum upp smá leik eða áskorun. Markmiðið er að bæta eigin tíma.

Róa Viðeyjarhring á sem styðstum tíma, Viðeyjarhringurinn miðast við sjávarstöðu við stórstraumsfjöru, Róðraleiðin liggur því utan við öll sker sunnan Viðeyjar og farið er norðan megin við Fjósakletta.
Róðurinn hefst og endar við staurana þar sem sjókattaleigan var með aðstöðu. Róðralengdin er um 9,5 km.

Þú ræð þegar þér henta og því oftar sem þú æfir þig því betra.. GPS tæki er nauðsyn til að taka niður tímann, hraða ofl.

Ég réri þetta í dag á Rockpool Taran með vængár.
Meðalhraði var 8,9 km.
Max hraði var 11,9 km.
Tíminn var 63 mín.

Markmiðið er svo að bæta tímann sinn í næstu skipti.

Mæli eindregið með að þú róir þetta með félaga til gæta öryggis.

Ertu með?

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum